Húnavaka - 01.05.1986, Page 81
HUNAVAKA
79
Öll hefir ætt til hylli
Óðins skipað ljóðum,
algildar man eg aldar
iðjur vorra niðja. niðjar (hér): forfeður
En trauður, því að vel Viðris Viðrir: Óðinn
vald hugnaðist skáldi,
legg eg á frumver Friggjar
fjón, því að Kristi þjónum. fjón: hatur
f næstu vísu er skáldið þó farið að snúa baki við Óðni — eða
hrafnblóts goða, eins og hann kallar hann — og þá er þess skammt að
bíða að önnur goð séu látin fara veg allrar veraldar: Freyr og Freyja,
Njörður og jafnvel Þór hinn rammi. Tónninn hjá skáldi verður æ þeim
mun kristilegri sem lengra líður á vísur: „Krist einn og guð vil eg biðja
allrar ástar. Reiði sonarins er mér leið: hann á frægt vald undir föður
heimsins.“ Niðurstaða hins húnvetnska skálds austur i Þrándheimi
með kristnum leiðtoga virðist óhjákvæmileg: „Konungur Sygna hefir
lagt bann við blótum. Vér verðum að varast alla forneskju. Allir menn
láta Óðins blót fyr róða. Verð eg og neyddur frá Njarðar niðjum að
biðja Krist.“
Löngum hefur þótt gaman að þeim kviðlingum sem Hallfreður
lætur fjúka við ástkonu sína Kolfinnu, og er þó sá kveðskapur ekki
grómlaus með öllu. Kolfinna giftist Grísi bónda að Geitaskarði í
Langadal, en þau ráð bundu þó engan veginn enda á samskipti þeirra
Hallfreðar og Kolfinnu.
Lausavísur Hallfreðar eru varðveittar í sögu hans og ávallt tengdar
við tiltekna atburði, sem kunnu að vera tilbúningur, jafnvel þótt
vísurnar séu rétt feðraðar. Mestur mansöngur býr í níunda og tiunda
kapítula Hallfreðar sögu, og er öll sú frásögn og viðræður mikið
snilldarverk, eins og alkunnugt er. Áður en Hallfreður syngur nýjan
söng ástkonu sinni sem nú er húsfreyja á Geitaskarði, rekur sagan för
hans frá Noregi á þessa lund:
Hallfreður lét i haf; hann kom skipi sínu í Kolbeinsárós eftir
þing. Hann mælti til skipara sinna: „Ferð liggur fyrir mér suður
um heiði að finna föður minn, og skulum vér ríða tólf saman.“
Nú var skip upp sett, en þeir ríða á brott tólf saman og sneru
vestur til Langadals. Þeir voru allir í litklæðum og stefndu til
selja Griss.