Húnavaka - 01.05.1986, Page 82
80
HUNAVAKA
Kolfinna var þar og konur nokkurrar hjá henni. Þar voru fleiri
sel, og stóðu selin í Laxárdal, milli Langadals og Skagafjarðar.
Sauðamaður Kolfinnu sagði að tólf menn riðu að selinu og voru
allir í litklæðum.
Hún segir: „Þeir munu eigi kunna leiðina.“
Hann segir: „Kunnlega ríða þeir þó.“
Nú koma þeir til seljanna. Kolfinna fagnar vel Hallfreði og
frétti tíðinda.
Hann segir: „Tíðindi eru fá, en i tómi munu sögð vera, og
viljum vér hér i nótt vera.“
Hún svarar: „Það vildi eg, að þú færir til veturhúsa, og mun eg
fá þér leiðsögumann.“
Hann kvaðst þar vera vilja.
„Gefa munum vér yður mat,“ sagði hún, „ef þér viljið þetta
eitt.“
Nú stíga þeir af hestum sínum, og um kveldið er þeir voru
mettir sagði Hallfreður: „Það ætla eg mér að liggja hjá Kolfinnu,
en eg lofa félögum mínum að breyta sem þeir vilja.“
Þar voru fleiri sel, og er svo sagt, að hver þeirra fengi sér konu
um nóttina.
En er þau komu í sæng, Hallfreður og Kolfinna, spyr hann
hversu margt væri um ástir þeirra Griss. Hún kvað vel vera.
Hallfreður segir: „Vera má að svo sé, en annað þykir mér
finnast á visum þeim er þú hefir kveðið um til Gríss.“
Hún kvaðst engar kveðið hafa.
Hann segir: „Eg hefi litla stund hér verið, og hefi eg. heyrt
vísurnar.“
„Lát mig heyra,“ segir Kolfinna, „hverninn verki sá er, að mér
sé kenndur.“
Hallfreður kvað þá vísu:
Leggur að lýsibrekku lýsibrekka leggjar íss: kona
leggjar íss af Grísi
— kvöl þolir hún hjá honum —
heitur ofremmdar sveiti.
En dreypileg drúpir
dýnu Rán hjá honum
— leyfi eg ljóssa vífa
lund — sem álft á sundi.
(9. kapítuli)
dýnu Rán: kona