Húnavaka - 01.05.1986, Page 83
HUNAVAKA
81
Hér koma fram skarpar andstæður með þeim hjónum. Konan þolir
kvöl hjá bónda sínum, enda leggur af honum að henni heitur og
rammur sviti. Húsfreyja hnípir við hlið hans eins og álft á sundi.
Andstæður magnast þó með næstu vísum. Þegar Grís þrammar til
hvílu minnir hann á fúlmá og er ekkert að flýta sér að skríða undir
rekkjuvoðir:
Þrammar, svo sem svimmi
sílafullur, til hvílu
fúrskerðandi fjarðar
fúlmár á tröð báru,
áður en orfa stríðir
ófríður þorir skríða
— hann er-a hlaðs við Gunni
hvílubráður — und voðir.
í þriðju visunni kallar skáldið bóndann á Geitaskarði ófríðan orfþægi
sem eigi víðan stöðul og langa kví., og er hér meistaralega beitt atrið-
um úr búskap í því skyni að sérkenna auðugan bónda og gera þó lítið
úr honum um leið; orfþœgir, ,,sá sem níðist á orfum“, minnir rækilega á
orfa stríði í vísunni á undan. f fjórðu vísu segir skáldið að sér þyki
dýrlegur angi (þ.e. angan, ilmur) ganga af ungum svanna, og má nú
draga dæmi saman: annars vegar er bóndinn Grís, fúlmárinn með
ramma svitastækju, og hins vegar álft á sundi með dýrlegan ilm:
húsfreyjan og ástkona Hallfreðar. Skáldið lætur sér ekki nægja að
bregða upp mynd af tveim andstæðum fuglum, heldur magnar hann
áhrifin með því að geta um dýrlegan ilm hennar sem knýr lesanda til
að leggja fulla merkingu í forliðinn fúl- í heitinu fúlmár. Skáld skynja
eðli tungunnar af meiri næmleika en flestum öðrum er í brjóst lagin.
f síðari vísu þykir Hallfreði sem hann sjái skip fljóta milli tveggja
eyja, þegar hann kemur auga á Kolfinnu, en í hópi kvenna ber hún af
öðrum.
syndi
örlátur maður
sláttumaður
er-a: er ekki
kvenkenning
sem skrautbúin skríði
skeið með gyldum reiða.
Hinstu vísur sínar kveður Hallfreður helsjúkur um borð á skipi á
leið til íslands. Skáldskapur hans verður æ því einfaldari og nútíma-
6