Húnavaka - 01.05.1986, Page 96
94
HUNAVAKA
einnig snérist vindur meira í austrið. Var vistin því blaut og köld.
Höfðu þeir öll möguleg úrræði sér til bjargar og meðal annars tóku
þeir blöðrurnar tvær og bundu alveg niður í rangir við kjölinn bæði
fyrir framan og aftan vél til að mynda flot í bátinn. Þetta voru stórar
strigaklæddar gúmmíblöðrur, svokallaðar Rússablöðrur. Fljótlega
efuðust þeir þó um að þetta væri rétt gert, lengdu í blöðrunum og
höfðu kollana á þeim rétt fyrir ofan borðstokkinn. Tjörubelginn
bundu þeir einnig fastan en hann reyndist illa og sprakk strax.
Það er af sjómönnunum á hinum bátunum sem reru frá Höfða-
kaupstað að segja, að önnur trillan snéri fljótlega við, eins og áður
hefur komið fram. Vegna veðurútlitsins fór hin heldur ekki mjög langt
en lagði þó línuna. Þegar veðrið versnaði skáru þeir undir eins frá og
héldu í land.
I landi leist mönnum ekki á blikuna við svo óvænt áhlaup. Var haft
samband við stóra Farsæl, 15 tonna dekkbát sem farið hafði á sjó
kvöldið áður, og þeir beðnir að svipast um eftir Benjamín og Stefáni.
Gerðu þeir svo en vegna veðurs sást lítið og ekki urðu þeir varir við
trilluna. Héldu þeir því í land. En þegar ekkert bólaði á Farsæli um
miðjan dag var farið að óttast verulega um hann. Var þá aftur farið út
á dekkbátnum til leitar en það var árangurslaust. Einnig var hringt á
flesta bæi á ströndinni fyrir innan Höfðakaupstað og á Vatnsnes.
Voru menn beðnir að leita og taka vel eftir ljósi. Jafnframt gengu
menn úr kauptúninu fjörur, bæði inn og út með Ströndinni. Allt var
þetta án árangurs.
Víkur nú sögunni aftur til þeirra félaga, Benjamíns og Stefáns, þar
sem þeir sátu í trillunni sem rak undan veðrum og vindi. Kuldi, b'leyta,
matarleysi og sífelldur austur höfðu tekið sinn toll af þreki þeirra, en
kjarkurinn var óbugaður, þeir gæfust ekki upp fyrr en í fulla hnefana.
Stöðugt voru þeir á varðbergi og skyggndust um eftir ljósi en ekkert
slíkt sást.
Timinn leið og myrkrið tók að síga yfir. Sjógangurinn og rokið var
alltaf hið sama en þó var eins og meira væri farið að skipta éljum og óð
tungl í skýjum. Eitt sinn þegar Benjamín var að súrra vélarhúsið betur
niður heyrði hann Stefán kalla: „Ég held að þetta sé bara land.“ Steig
hann upp á þóftuna og vélarhúsið og kókaði upp. Framundan blasti
við eitt samfellt brot á feiknalöngu svæði. Þeir voru að koma í Vatns-
neshraunin. Stökk Benjamín fram í til Stefáns og sagði að það væri
ekkert um annað að ræða en reyna að sigla frá þessu og stefna í vestur.