Húnavaka - 01.05.1986, Page 105
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Hæli:
Leikur að nöfnum
Hér er 80 ærnöfnum raðað saman líkt og um krossgátu væri að
ræða. Vísurnar má einnig lesa aftur á bak. Flest nöfnin hafa ær borið
eða bera, sem hafa orðið okkur minnisstæðar gegnum tíðina.
Móra, Halla, Gemsa, Grett,
Gedda, Murta, Roka,
Nóra, Sunna, Litfríð, Létt,
Lykkja, Bleikja, Þoka.
Bjóla, Styrja, Glæta, Glóð,
Grettin, Hæglát, Lýsa,
Njóla, Golda, Rispa, Rjóð,
Rifa, Bagga, Ýsa.
KRISTlN JÓNSDÓTTIR er fædd 1.
desember 1939 i Grafardal í Borgar-
fjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Sal-
vör Brandsdóttir frá Fróðastöðum og Jón
Böðvarsson frá Kirkjubóli.
Kristin lauk vefnaðarkennaraprófi við
Handiða- og myndlistarskólann vorið
1963. Kenndi vefnað við Kvennaskólann
á Blönduósi i fjögur ár.
Hún hefur búið á Hæli siðan 1966 ásamt manni sinum Heiðari Kristjánssyni
og eiga þau fjögur börn.