Húnavaka - 01.05.1986, Page 109
HUNAVAKA
107
ummæli er hann hafði um einn samþingsmann á Búnaðarþingi:
Hann var góður maður og farsæll og alltaf eitthvað að hugsa
fyrir bændurna.“ —
Þessi framanskráðu tilvitnuðu orð fjögurra samtíðarmanna Haf-
steins á Gunnsteinsstöðum lýsa mjög vel viðhorfi þeirra til lífsstarfs
hans og persónuleika. Allir voru þeir nánir samstarfsmenn hans og
þekktu hann vel af félagsmálastörfum og nánari kynnum.
En þar sem nú á aldarafmæli Hafsteins er aldarfjórðungur frá því
að dauða hans bar að og þeim mönnum farið að fækka, sem áttu hann
að samfylgdarmanni, þykir rétt og ástæða til þess að rifja upp sögu
hans úr skráðum heimildum. Verða þá framanskráð ummæli, að
honum látnum fullskiljanleg og varla talin ofsögð.
Leita skal ti! upphafs hverrar sögu svo að hún verði sögð og lesin í
réttu ljósi og því getið uppruna Hafsteins Péturssonar. Verður þó,
sökum rúmleysis, stutt seilst og fáir þræðir raktir:
Foreldrar Hafsteins voru þau hjón, Anna Magnúsdóttir frá Holti í
Svínadal og Pétur Pétursson frá Grund. Þau voru því bæði Svín-
hreppingar. Þau giftu sig árið 1879 en þar sem jarðnæði var ekki á
lausu í Svínavatnshreppi festu þau kaup á Gunnsteinsstöðum í
Langadal og fluttu sig þangað, austur fyrir Blöndu. Pétur Pétursson
hafði áður dvalið tvö ár á búnaðarskólanum að Stend í Noregi og var
mótaður af sterkum menningarstraumum, sem fóru um Svínavatns-
hrepp á síðari hluta 19. aldarinnar, undir forustu Erlendar Pálma-
sonar í Tungunesi og fleiri bænda.
Pétur Pétursson var í broddi lifsins er hann hóf búskap á Gunn-
steinsstöðum, tæplega þrítugur að aldri og betur upplýstur en flestir
eða allir samtíðarmenn hans þar í sveit. Hann gerðist athafnasamur
bóndi og stórhuga. Veitti vatni á Gunnsteinsstaðaengjar m.a. og
gerðist forustumaður þeirra Hlíðhreppinga í félagsmálum svo sem i
endurvakningu Búnaðarfélags Bólstaðarhlíðarhrepps árið 1888, en
það hafði þá legið niðri um árabil. Varð Pétur formaður félagsins.
Hann keypti Hótel Tindastól á Sauðárkróki árið 1896 og rak það til
ársins 1902, ásamt nokkrum búskap á Gunnsteinsstöðum, en flutti þá
aftur heim að Gunnsteinsstöðum og bjó þar til ársins 1910 að Haf-
steinn sonur hans tók við jörð og búi, er faðir hans flutti til Blönduóss
og hóf þar verslunarrekstur.
Þau Gunnsteinsstaðasystkin voru fjögur, þrír bræður og ein systir:
Hafsteinn, Magnús, síðar bæjarlæknir í Reykjavík og Þorvaldur, síðar