Húnavaka - 01.05.1986, Page 111
HUNAVAKA
109
Það var rétt í sama mund sem Hafsteinn Pétursson lauk stúdents-
prófi, vorið 1906, að ungmennafélagshreyfingin er að stíga sín fyrstu
spor. Svo virðist sem fyrstu viðbrögð Austur-Húnvetninga i átt til
þeirrar félagsmálahreyfingar hafi verið stofnun svokallaðra ,,Mál-
fundafélaga.“
Þann 28. janúar árið 1905 er stofnað Málfundafélag Húnavatns-
sýslu. Virðist það þó hafa starfað skamma hríð því síðasta fundargerð
félagsins er dagsett 7. maí árið 1907. Árið 1911 er Málfundafélagið
Vísir starfandi í Bólstaðarhlíðarhreppi og er Hafsteinn Pétursson rit-
ari í stjórn þess. Félagsmálasaga hans hefst þó nokkru fyrr, eða 15.
desember árið 1908. Er þá stofnað Framfarafélag Austur-Húnavatns-
sýslu og var Hafsteinn einn af þrem fundarboðendum, með þeim Jóni
Pálmasyni á Ytri-Löngumýri, síðar alþingismanni og bónda á Akri og
Sigurgeiri Björnssyni bónda á Orrastöðum. Sögu Framfarafélagsins er
hægt að rekja: Á fundi þess árið 1927 flytur Hafsteinn Pétursson erindi
um hafnargerð á Skagaströnd, sem varð upphaf að störfum hans að
þeim málum og samfelldri forustu um 27 ára skeið, eða til ársins 1954.
Fylgdi Hafsteinn hafnarmáli Skagastrandar fram til sigurs af miklu
þolgæði og baráttuvilja.
Svo að saga Framfarafélagsins sé rakin nokkuð frekar og þá fyrst og
fremst af því að Hafsteinn Pétursson kom þar frekar við sögu, skal frá
því sagt að á fundi í félaginu 23. febrúar árið 1929 flytur Hafsteinn
erindi um „búnaðarfélagsskap og bændanámskeið“ og á fundi í fé-
laginu 9. desember 1932 talar hann um „Ástæður bænda — gull og
landaura.“ Var þá fjárhagskreppa íslenskra bænda að ná hámarki.
Á fundi í Framfarafélaginu 31. janúar árið 1931 er getið um það að
félagið hafi fengið sjóð Málfundafélags Húnvetninga sem var „lagt
niður fyrir löngu“ og kemur það heim við það sem áður er sagt um það
félag.
Hafsteinn Pétursson var í stjórn Framfarafélagsins um árabil en
félagið var lagt niður árið 1937 og breytt í Lands- og héraðsmálasam-
band.
Horfið skal nú til baka i þessari frásögn til ársins 1912. Á fundi það
ár, 10. febrúar, var stofnað Sambandsfélag Austur-Húnavatnssýslu sem
varð undanfari Ungmennasambands A-Hún. I fyrstu stjórn sam-
bandsins er Hafsteinn Pétursson kosinn með þeim Ingibjörgu Bene-
diktsdóttur kennara og Jóni Pálmasyni á Ytri-Löngumýri, er var
stjórnarformaður. Á aðalfundi 12. mars árið 1915 er Hafsteinn kosinn