Húnavaka - 01.05.1986, Qupperneq 146
144
H U N A V A K A
og notaði hann til þess uxa eins og kunnugt er. Valdi hann ti! bygg-
ingarinnar hina hæfustu menn.
Ásgeir valdi kirkju sinni stað heiman frá bæjarhúsum yst í túni því,
sem nú er, en áður höfðu allar kirkjur á Þingeyrum staðið norðan
bæjarhúsa, allt frá öndverðu. Sparaði hann ekkert til byggingarinnar,
þótt á þeim 13 árum, er byggingin stóð yfir, hafi hann tvisvar orðið
sauðlaus, sakir vonds árferðis. Kostaði kirkjan um 16 þúsund krónur.
Þar af runnu um 10 þúsund úr hans eigin vasa. Væri það stórfé, ef
reiknað væri til nútíma verðlags. Má geta til samanburðar, að öll
fjárlög íslenska ríkisins vígsluárið 1877 námu um 450 þúsund krónum.
Eins og áður er sagt, valdi Ásgeir staðinn undir kirkju sina með það
fyrir augum að kirkjan sæist af sem flestum bæjum i sókninni, en hún
mun sjást úr 7 hreppum sýslunnar. Svo er sagt, að hann hafi keypt
tvær klukkur miklar til kirkjunnar, er fengnar voru frá Þýskalandi.
Hin stærri klukkan var svo mikil, að tvo menn þurfti til að hringja
henni. Þá er henni var hringt, heyrðist hljómur hennar á öllum
bæjum í sókninni, ef veður var kyrrt. Sagði Ásgeir, að þvi hefði hann
fengið klukkuna svo mikla, að öll sóknarbörnin skyldu heyra
klukknahljóminn, er hringt væri til tíða, þó að þau gætu eigi öll komið
til kirkju.
Á þessum árum hófst verslun á Blönduósi og versluðu margir
Húnvetningar þar. Var vetrarleiðin jafnan um Hóp, Þingeyrasand og
Húnavatn, þeirra er bjuggu vestan Gljúfurár. Er þessi leið kennileit-
islaus og því villugjörn i dimmviðri og varð stundum að slysi. Þá er
Ásgeir hafði fengið klukkuna miklu lét hann hringja henni löngum, ef
von var mannaferða á sandinum, er hrið var á eða dimmviðri og
bjargaði þannig mörgum villtum vegfaranda heim að Þingeyrum.
Þvkir mörgum Húnvetningum fyrr og siðar þetta vera ein bjartasta
minningin um þau Þingeyrahjón og voru þau þó hinir mestu höfð-
ingjar og héraðsprýði um flesta hluti.
Þingeyrakirkja var vigð 9. september árið 1877. f vigsluræðu sinni
kemst prófastur Húnvetninga sr. Eiríkur Briem i Steinnesi svo að orði
um hinn mikla þátt Ásgeirs i byggingu hins fagra guðshúss:
„En hér stendur svo á, að sá merkismaður, sem eigandi er að kirkju
þessari hefir kostað kapps um að gera hana, að einhverju hinu prýði-
legasta guðshúsi hér á landi.
í þau 1000 ár, sem liðin eru síðan land þetta byggðist, hefir enginn
einstakur maður á þessu landi byggt jafn trausta og prýðilega bygg-