Húnavaka - 01.05.1986, Page 158
156
HUNAVAKA
Undirfellskirkja
Undirfellskirkja í Vatnsdal varð 70 ára á árinu. Á Undirfelli hafði
staðið snotur timburkirkja, sem mun hafa verið vígð 20. ágúst 1893.
Brann sú kirkja á annan jóladag árið 1913. Kirkjan sem nú stendur á
Undirfelli er byggð á árunum 1914-1915 og vigð það sama ár, eftir
teikningum þeirra Einars Erlendssonar húsameistara og Rögnvaldar
Ólafssonar arkitekts, og eru upphaflegu teikningarnar dagsettar í
Reykjavík 5. ágúst 1914. Um þessa teikningu urðu mjög miklar deilur
á sínum tíma. Lauk þeim með því að fyrirhuguðum kjallara var
sleppt, en i öllum öðrum aðalatriðum voru upphaflegu teikningarnar
notaðar. Það sem einkum þótti nýstárlegt við kirkjuna var staðsetning
kirkjuturnsins, sem rís i norðvesturhorni kirkjunnar og setur mikinn
svip á hana.
Á almennum safnaðarfundi, sem haldinn var 13. mars 1983 var
einhuga samþykkt, að hefjast handa um gagngera viðgerð á kirkjunni.
í júni 1984 var byrjað á að gera við múrskemmdir að utan, þakbrúnir
endurnýjaðar, gert við þak og kirkjan máluð öll að utan. Á árinu var
gólfið allt endurnýjað, nýir bekkir smíðaðir, unnið að viðgerð á kirkj-
unni að innan, gert við glugga og kirkjan máluð. Var viðgerðum lokið
í júní að fullu eða ári eftir að byrjað var á verkinu.
Eftirtaldir aðilar sáu um hina ýmsu verkþætti: Jón Kr. Jónsson
múrarameistari Blönduósi sá um alla múrvinnu, trésmiðjan Eik sá um
alla smíðavinnu, Ingvi Þór Guðjónsson málarameistari á Blönduósi
annaðist alla málningarvinnu. Einnig fóru fram gagngerar endur-
bætur á öllum raflögnum í kirkjunni og sá Gestur Guðmundsson
rafvirki á Blönduósi um það verk. Allar framkvæmdir við kirkjuna
voru unnar undir yfirstjórn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts í
Reykjavík, en hann hefir á undanförnum árum unnið að viðgerðum á
merkum byggingum á vegum Þjóðminjasafnsins og húsfriðunar-
nefndar, svo sem Viðeyjarstofu, Nesstofu og Dómkirkjunnar í
Reykjavík.
Auk margra, sem lagt hafa kirkjunni lið með fjárframlögum og
sjálfboðavinnu, mun mest hafa munað um óafturkræft framlag úr
Húsfriðunarsjóði.
Á undanförnum árum hafa Undirfellskirkju borist margar góðar
gjafir og hafa þær nokkrar verið áður nefndar í riti þessu. í tilefni
afmælisins gáfu hjónin Gestur Guðmundsson og Kristín Hjálmsdóttir