Húnavaka - 01.05.1986, Page 166
164
HUNAVAKA
uppblásnum mel, sem sýndi okkur hver eyðing hafði orðið á þessu
landi á þeirri öld sem liðin var. Til baka riðum við Stórasand, sem um
langt skeið var Birni ákaflega hugleikið rannsóknarefni, þessi gróður-
lausa og tilbreytingarlitla auðn, þar sem jafnvel Lárus í Grímstungu
hafði eitt sinn villst af réttri leið. En ótrúlega margt reyndist forvitni-
legt á Sandi séð með augum Björns Bergmanns.
I annað skipti fylgdi ég honum í rannsóknarleiðangur fram á
Grímstunguheiði, þar sem hann var að athuga breytingar á frostrúst-
um, en köldu árin 1965-70 höfðu leitt til þess að eldri rústir tóku
breytingum og nýjar mynduðust. Fylgdist hann með þessu um árabil
og skrifaði um athuganir sínar grein, sem birtist í Náttúrufræðingn-
um. Má af því marka, að þekking hans á þessu efni og rannsóknarað-
ferðir hafa verið mikils metnar af þeim sem best höfðu vit á. Fjölmörg
önnur fyrirbrigði náttúrunnar urðu honum að rannsóknarefni, alltaf
með sömu innlifun og hrifningu.
Ahugamál Björns voru þó ekki einskorðuð við náttúrufræðina.
Hann var ákaflega fjölfróður og lesinn um fornsöguleg efni og hafði
velt fyrir sér uppruna ýmissa örnefna í sínu héraði. Hann færði t.d.
gild rök fyrir því á grundvelli staðháttalýsinga í Vatnsdælu og land-
gæða, að Guðbrandstaðir hinir fornu muni hafa verið þar sem nú er
Marðarnúpur, en ekki Guðrúnarstaðir eins og flestir telja. Stundum
sökkti hann sér niður í heimspeki og þaulkannaði rit sem hann hafði
komist yfir, las aftur og aftur það sem honum þótti einhvers virði, en
lagði lítið upp úr því að komast yfir sem mest. Hann hafði myndað sér
skýra heimsmynd, þar sem þungamiðjan var maðurinn í sátt við
náttúruna.
Björn var ágætlega ritfær, og liggja eftir hann nokkrar greinar og
viðtöl, aðallega í Húnavöku, en það er þó fátt eitt miðað við þann
hafsjó af fróðleik sem hann bjó yfir. Réði þar hógværð hans og hlé-
drægni og ekki hvað síst það að honum fannst sjaldan verk fullunnið.
Hann var prýðilega að sér í íslensku máli og hlustaði vel eftir orðum og
orðtökum hjá eldra fólki, sem var ómengað af bóknámi. Munnleg
geymd tungunnar þótti honum að jafnaði ábyggilegri en ritmálið.
Orðabók Menningarsjóðs var ekki hilluprýði hjá honum fremur en
aðrar bækur, sem hann mat mikils, heldur var hún velkt af mikilli
notkun og í henni mátti sjá skrifaðan fjölda athugasemda og orða, sem
hann vildi halda til haga. Hér eins og í öðru var vísindamennska í
fyrirrúmi.