Húnavaka - 01.05.1986, Síða 173
HUNAVAKA
171
á Ásum. En af seiglu var barist, og er frá leið tók heldur að rakna úr.
Haustið 1932 lagði Gísli leið sína í Bændaskólann á Hólum í
Hjaltadal og lauk þaðan búfræðiprófi. Að námi loknu vann hann að
búi foreldra sinna, en tók við búsforráðum með móður sinni er faðir
hans lést á besta aldri árið 1936, og bjó á Ásum næstu sjö árin.
Sumarið 1943 urðu þáttaskil í lifi Gísla. Þá giftist hann Ingibjörgu
Daníelsdóttur frá Stóra-Búrfelli, búsýslukonu. Fyrstu tvö búskaparár
sín bjuggu þau hjón á Litla-Búrfelli, en fluttu síðan i Stóra-Búrfell og
bjuggu þar upp frá því, lengi vel í tvíbýli við foreldra Ingibjargar.
Þeim hjónum Gísla og Ingibjörgu varð þriggja barna auðið og eru
þau þessi: Ásgerður húsfreyja að Hrísbrú í Mosfellssveit, gift Ólafi
Ingimundarsyni og eiga þau fimm börn. Anna Ingibjörg húsfreyja á
Sauðárkróki, gift Erlingi Jóhannessyni og eiga þau eina dóttur, en
einnig átti Anna son áður en hún giftist, Jón Daníel að nafni er ólst að
hluta til upp á Stóra-Búrfelli hjá afa sínum og ömmu. Jón bóndi á
Stóra-Búrfelli, kvæntur Kristjönu Jóhannesdóttur. Þau Erlingur og
Kristjana eru systkin.
Gísli var bóndi af lífi og sál, enda var smám saman byggt upp stórt
bú á Stóra-Búrfelli. Ekki gekk sú búskaparsaga þó áfallalaust því vorið
1957 brann bærinn ásamt mestu af innbúinu, þar á meðal töluverðu
bókasafni. En úr skyldi bætt, og um sumarið var byrjað á byggingu
nýs íbúðarhúss. Síðar var byggt fjós og fjárhús ásamt hlöðum og
samhliða þessu var ræktað viðlent tún. Þannig gjörbreyttist Stóra-
Búrfell á nokkrum árum. í stað torfhúsa og tófta voru risnar stórar
steinsteyptar byggingar. Og að afloknum þessum framkvæmdum tók
efnahagurinn mjög að blómgast.
Gísla þótti vænt um allar skepnur, en hugstæðust voru honum
hrossin. Alla tíð átti Gísli margt góðra hrossa og þar í prýðilega hesta
sem hann tamdi flesta sjálfur. Aldrei heyrði ég um annað talað en Gísli
væri vel ríðandi hvar sem hann fór, enda naut hann sín sérlega vel á
hestbaki. Gísla voru gangnaferðir einkar hugleiknar, og yfir 50 ár
samfellt fór hann í göngur á Auðkúluheiði, stundum oftar en einu
sinni á hausti. Heiðin var hans paradís, og í rúm 20 ár var hann
gangnaforingi í seinni göngum. Á heiðinni þekkti hann hvern blett og
það var unun að heyra hann segja ókunnugum til vegar, það var gert
af nákvæmni og frásögnin gædd lífi. Mörgum ungum manninum var
hann ómetanlegur kennari landslags og sagna.
Gísli var fremur lágur vexti og ekki sterkbyggður. Hann var ekki