Húnavaka - 01.05.1986, Page 176
174
H U N A V A K A
Sigurbjörg Jónsdóttir lést 15. janúar á Héraðshælinu, rúmlega 102ja
ára að aldri. Hún var fædd 28. september 1882 að Núpi á Laxárdal í
A-Hún. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Guðmundsson bóndi þar
og kona hans Guðrún Kristjánsdóttir, Guð-
laugssonar frá Steinnýjarstöðum og voru þau
bæði húnvetnskrar ættar.
Sigurbjörg ólst upp í foreldrahúsum ásamt
þremur systkinum sínum, er öll eru látin.
Árið 1913 fluttu foreldrar hennar að Kollu-
gerði á Skagaströnd, þar sem þau bjuggu um
tveggja ára skeið, en þar andaðist faðir
hennar fyrsta sumardag árið 1915.
Þann 21. febrúar árið 1918, gekk hún að
eiga Stefán Einarsson frá Þverá í Norðurár-
dal. Bjuggu þau fyrstu búskaparár sín á
ýmsum bæjum í Vindhælishreppi allt til ársins 1924, er þau brugðu
búi og fluttu til Blönduóss. Þar stundaði Stefán maður hennar alla
algenga verkamannavinnu. Árið 1928 taka þau sig enn upp og flytja
að Glaumbæ í Langadal, þar sem þau bjuggu í 9 ár, en árið 1937 flytja
þau að Höskuldsstöðum á Skagaströnd og bjuggu þar um 18 ára skeið.
Eignuðust þau hjón tvö börn, en þau eru Jón, starfsmaður Sölufé-
lags A-Hún. og Guðrún er starfar við Elliheimilið á Akureyri.
Sigurbjörg eignaðist eitt barnabarn Heiðdísi, er hún unni mjög og
ól upp að mestu, og er hún búsett á Akureyri. í fardögum árið 1955, lá
leið þeirra að nýju til Blönduóss og settust þá að á Óslandi, þar sem
þau bjuggu í skjóli barna sinna allt til þess, er kraftar og heilsa þeirra
tóku að dvína. En þá fara þau á ellideild Héraðshælisins árið 1965. Þar
lést maður hennar Stefán vorið 1969, 81 árs að aldri.
Með Sigurbjörgu er gengin mikil mannkostakona. Hún var af
hjarta hógvær og lítillát og vann merkt lífsstarf án allrar kröfugerðar.
Útför hennar var gerð frá Blönduósskirkju 19. janúar.
Ólafur Björnsson frá Holti á Ásum lést 13. febrúar á Héraðshælinu.
Hann var fæddur 19. febrúar árið 1890 að Ketu í Hegranesi í Skaga-
firði.
Foreldrar hans voru, Björn Stefánsson bóndi þar og kona hans
\