Húnavaka - 01.05.1986, Page 177
H U N A V A K A
175
Helga María Bjarnadóttir og voru þau bæði skagfirskrar ættar. Hann
ólst upp í foreldrahúsum i hópi fjögurra systkina.
Ungur að árum hóf hann búskap að Ketu eða i fardögum 1914, þá
nýkvæntur Jósefínu Pálmadóttur, Sigurðssonar frá Æsustöðum í
Langadal, er lifir mann sinn 99 ára gömul.
Arið 1918 fluttu þau hjón vestur í Húnaþing,
að Mörk á Laxárdal, er hann hafði þá fest
kaup á og bjuggu þau þar um 20 ára skeið.
Þar efra, á Laxárdal, eru landkostir til beitar
víða góðir, en jörðin Mörk var víðlend og
erfið og krafðist mikillar vinnu, eins og títt
var um afskekktar fjallajarðir.
Mun Ólafur eigi hafa þolað hið mikla erf-
iði, er jörðin krafðist og missti heilsu sína.
Gekk hann með hjartasjúkdóm og varð
aldrei heill heilsu upp frá þvi. Kom það
því í hlut eiginkonunnar, að axla hinar þungu byrðar og stóð hún
þannig við hlið manns síns í rúmlega 70 ára hjúskap þeirra.
Árið 1938 brugðu þau því búi og fluttu búferlum fram i Blöndudal
og bjuggu þar sem leiguliðar, fyrstu árin að Brandsstöðum og síðar að
Eyvindarstöðum.
Árið 1946 kaupa þau hjón Holt á Ásum, ásamt Pálma syni sinum og
bjuggu þau þar meðan þrek entist. Síðustu 10 árin hafa þau dvalið á
Héraðshælinu á Blönduósi.
Eignuðust þau hjón fjögur börn en þau eru: Helga María, giftist
Skafta Kristóferssyni í Hnjúkahlíð, en hún lést árið 1983, Pálmi bóndi
í Holti, kvæntur Aðalbjörgu Þorgrímsdóttur, Ingimar Guðmundur,
lést ungur að árum og Sigríður húsfreyja i Ártúnum, gift Jóni
Tryggvasyni bónda og söngstjóra.
Ólafur unni æskustöðvum sinum i Skagafirði, til hinstu stundar. í
persónugerð hans mátti finna einkenni, er löngum hafa fylgt Skag-
firðingum. Hann var hestamaður af lífi og sál og átti jafnan góða
hesta, er hann umgekkst af mikilli umhyggju og nærfærni.
Ólafur í Holti var maður glaðvær og vinfastur, áreiðanlegur og heill
í öllum viðskiptum.
Útför hans fór fram frá Bólstaðarhlíðarkirkju þann 13. febrúar.