Húnavaka - 01.05.1986, Síða 178
176
HUNAVAKA
Helgi Jónsson frá Engihlíð lést þann 23. febrúar á Héraðshælinu nær
90 ára að aldri. Hann var fæddur 6. júlí árið 1896, að Umsvölum í
Sveinsstaðahreppi. Foreldrar hans voru Jón Magnússon frá Holti á
Asum, en hann var hálfbróðir Guðmundar
Magnússonar prófessors. Móðir Helga var
Ingibjörg Davíðsdóttir, er ættuð var úr
Dalasýslu. Voru systkini hans 7 og eru þau
Öll látin. Helgi var tvíburabróðir við Lárus
Jónsson, er bjó um skeið á Blönduósi, en
síðar í Reykjavík og dó þar árið 1972.
Móður sína missti Helgi, er hann var á
öðru ári, en 8 ára gömlum var honum komið
fyrir að Hólabaki. Árið 1905 flyst faðir hans
að Smyrlabergi og tekur þá Helga son sinn
með sér þangað. Eigi varð dvöl hans þar
löng, því að í fardögum 1906 fer hann, þá 10 ára að aldri, að Sauðanesi
á Ásum til Páls Jónssonar, er þá hafði tekið þar við búi og þar átti
Helgi heimili allt til ársins 1930 eða um 24ra ára skeið.
Helgi var snemma fróðleiksfús og er fræðslulögin voru sett 1907
hófst barnafræðsla víðast hvar um landið, nutu landsmenn þá í fyrsta
skipti almennrar kennslu. Ári síðar hófst barnaskólahald í Torfalækj-
arhreppi með farskóla, er haldinn var i Köldukinn. Kristófer Kristó-
fersson, er þá hafði nýlokið búfræðinámi, kenndi þar fyrsta veturinn.
Helgi er þá var 10 ára var þar við nám um þriggja mánaða skeið og var
það hans eina skólaganga um æfina.
Um vorið 1930, verður enn breyting á högum hans, en þá fer hann
að Hurðarbaki á Ásum og býr þar allt til ársins 1933, en það ár fer
hann aftur að Sauðanesi, þá sem ráðsmaður, eftir lát Páls Jónssonar.
Árið 1938 réðist hann vinnumaður að Steinnesi til sr. Þorsteins B.
Gíslasonar, en þar dvaldi hann um 6 ára skeið.
Að því loknu fer hann, sem ráðsmaður að Engihlíð í Langadal til
systranna Jakobínu og Elísabetar Guðmundsdætra, er þar bjuggu.
Þar dvaldi Helgi í tvo áratugi. En árið 1964 gerðist hann vistmaður á
ellideild Héraðshælisins á Blönduósi, þar sem hann lést eins og áður er
sagt.
Helgi var maður trúr og skyldurækinn í öllum störfum sínum.
Búskapur mun hafa legið vel fyrir honum og voru honum göngur á
heiðum uppi mjög að skapi. Honum voru veitt verðlaun á vegum