Húnavaka - 01.05.1986, Page 180
178
HUNAVAKA
1970, eftir nær tuttugu ára búskap var túnræktunin orðin um 90
dagsláttur. Naut hann þar aðstoðar sonar síns Indriða.
Það ár flutti hann til Skagastrandar, en þá voru kraftar hans og
heilsa á þrotum. Nokkru fyrr hafði Indriði sonur hans flutt þangað.
Á Skagaströnd stundaði Hjalti nokkurn búskap, auk íhlaupavinnu.
Festi hann kaup á húseigninni Hólabraut 9, þar sem hann bjó allt til
dauðadags. ,
Eignuðust þau hjón fjögur börn, en þau eru: Indriði, sjómaður á
Skagaströnd, kvæntur Guðrúnu Angantýsdóttur, Guðrún gift Óskari
Ingvasyni byggingameistara í Kópavogi, Ragna gift Hlöðver Ingv-
arssyni byggingameistara í Mosfellssveit og Guðlaug gift Þorkeli
Hólm Gunnarssyni bílasmið, en þau eru búsett á Selfossi. Auk þeirra
átti Hjalti einn son, Jón, en hann er matsveinn, kvæntur Sigríði
Steindórsdóttur og eru þau búsett á Akureyri.
Með Hjalta Eðvaldssyni er genginn stórhuga framkvæmdamaður.
Hann var maður hreinlyndur, sjálfstæður í skoðunum, heill í öllum
viðskiptum og vinfastur svo af bar.
Útför hans var gerð frá Hólaneskirkju 9. apríl.
Kristín Pálmadóttir, fyrrum húsfreyja í Hnausum í Þingi, lést í
Reykjavík 31. mars, nær 96 ára að aldri. Hún var fædd 10. apríl árið
1889, að Hvammi í Langadal. Foreldrar hennar voru Pálmi, Hún-
vetningur að ætt, Erlendsson, Guðmunds-
sonar frá Móbergi, þess er Móbergsætt er við
kennd og kona hans Jórunn Sveinsdóttir frá
Starrastöðum í Skagafirði.
Kristín var næst elst þriggja systkina, er á
legg komust, og lifir Magnús einn systkini
sín, háaldraður. Þrjú systkini hennar létust á
barnsaldri. Á fyrsta ári fluttist hún með for-
eldrum sínum að Vesturá í Fremri-Laxárdal
og þar sleit hún barnsskónum. Er Kristín var
tólf ára gömul brugðu foreldrar hennar búi á
Vesturá og fluttu með börn og bú til Sauð-
árkróks. Minntist hún oft veru sinnar á Sauðárkróki. Var Skagafjörð-
urinn henni löngum í minni, fagur og víðfeðmur. Á Sauðárkróki var
hún um tíma í vistum hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni og Björgu