Húnavaka - 01.05.1986, Page 182
180
HUNAVAKA
forustumenn á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Þeir sem byggðu og
treystu á landið.
Honum er lýst af samsveitungi sínum. Hann var vammlaus maður.
Einlægni hans og háttprýði var við brugðið.
Þau hjón eignuðust sex börn. Eitt barn misstu þau í bernsku, en hin,
öll eru búsett í Reykjavík, nema Leifur, er býr i Hnausum. Hann er
kvæntur Elnu Thomsen frá Siglufirði. Önnur eru: Guðrún gift Dýr-
mundi Ólafssyni varðstjóra, Jakob starfsmaður við bifreiðaeftirlitið,
kvæntur Ingu Þorsteinsdóttur, Jórunn gift Hafsteini Hjartarsyni lög-
regluþjóni og Svava, sem búið hefir með móður sinni að Fellsmúla 2 í
Reykjavík, en þar átti Kristín heimili sitt frá árinu 1967 og allt til
dauðadags.
Með Kristínu í Hnausum er gengin merk húsmóðir og mikill per-
sónuleiki. Á ættar- og bernskuslóðum var lífsstarf hennar i^nnið og
þangað var hinstu förinni heitið að leiðarlokum.
Útför hennar var gerð frá Þingeyrakirkju 13. april.
Sigríður Jóhannesdóttir lést 24. apríl á Dvalarheimilinu Höfða á
Akranesi 91 árs að aldri. Hún var fædd 25. febrúar árið 1894 að
Reykjum i Miðfirði i V-Hún. Foreldrar hennar voru Jóhannes
Bjarnason bóndi þar og kona hans Sigurlaug Sveinsdóttir. En þau
voru bæði ættuð úr V-Hún.
Aldamótaárið fluttist hún með foreldrum sínum, að Enniskoti i
Víðidal. Þar ólst hún upp í stórum hópi systkina sinna, en 4 systur
hennar eru á lifi.
Árið 1915 giftist hún Kristvini Sveinssyni, en hann var af hún-
vetnskum ættum. Bjuggu þau á nokkrum bæjum í V-Hún., m.a. á
Stóra-Hvarfi í Víðidal, Gafli og síðustu ár búskapar síns í Tjarnarkoti
í Miðfirði. Kristvin, maður hennar, lést 25. febrúar 1948.
Eignuðust þau hjón 7 börn og eru 6 þeirra látin, en þau eru:
Sigurvaldi, er lést 11 ára að aldri, Jóhanna Sigurlaug. húsfreyja að
Gillastöðum í Laxárdal í Dalasýslu, er ein lifir systkini sín, Þorbjörn,
verkamaður í Reykjavík, Svanhildur var gift og bjó lengst æfi sinnar
austur í Flóa, Sveinn sjómaður í Reykjavík, Jóhannes verkamaður en
hann var búsettur í Reykjavík síðustu ár æfi sinnar og Tryggvi Sigur-
valdi yfirlögregluþjónn á Húsavík. Síðustu ár æfi sinnar dvaldi Sig-