Húnavaka - 01.05.1986, Page 183
HUNAVAKA
181
ríður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi þar, sem hún naut ágætrar
aðhlynningar.
Sigríður var merk kona og gegn. Hún var skáldmælt nokkuð og
hafði yndi af bókum. Mun Sigurbjörn Sveinsson, hinn kunni barna-
bókahöfundur er var móðurbróðir hennar hafa glætt með henni
skáldskaparáhugann, er aldrei hvarf henni.
Utför hennar var gerð frá Þingeyrakirkju 4. maí.
Féturína Björg Jóhannsdóttir frá Grímstungu lést á Bakka í Vatnsdal
23. júlí, tæpra 89 ára að aldri. Hún var fædd 22. ágúst 1896 að
Hvammi í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru hjónin, Jóhann Skarp-
héðinsson frá Hvoli í Vesturhópi og Halla
Eggertsdóttir. Bjuggu foreldrar hennar um
skeið að Hvoli og síðar voru þau i hús-
mennsku á bæjum í Vatnsdal og Víðidal.
Hún ólst upp frá barnsaldri hjá hjónunum
Jakobi Árnasyni og Kristínu Sveinsdóttur og
með þeim flutti hún að Undirfelli í Vatnsdal,
þar sem Jakob fóstri hennar var ráðsmaður
og Kristín fóstra hennar ráðskona, sr. Hjör-
leifs Einarssonar. Árið 1910 er Péturína var á
fjórtánda ári réðust fósturforeldrar hennar
að Grímstungu, en þar dvöldu þau til
dauðadags.
Þann 13. maí 1915 giftist Péturína eftirlifandi eiginmanni sínum
Lárusi Björnssyni bónda í Grímstungu er lifir í hárri elli á Bakka.
Veturinn 1912-1913 var Péturína við nám í Kvennaskólanum á
Blönduósi.
Heimili sitt átti hún alla æfi í Vatnsdalnum. Þar var æfistarf hennar
unnið og í skjóli dóttur sinnar Kristínar og manns hennar Jóns
Bjarnasonar á Bakka dvaldi hún síðustu ár æfi sinnar, ásamt eigin-
manni sínum.
Eignuðust þau hjón átta börn, en þau eru: Helga Sigríður, lést ung
að árum, Björn Jakob bóndi á Auðunnarstöðum í Víðidal kvæntur
Erlu Guðmundsdóttur, Helgi Sigurður, lést 19 ára gamall, Helga
Sigríður, búsett á Blönduósi, en maður hennar er Helgi Sveinbjörns-