Húnavaka - 01.05.1986, Page 185
HUNAVAKA
183
urbarn tóku þau Gilsstaðahjón, Rögnu Kristjánsdóttur, er þau ólu
upp frá eins árs aldri, hún er gift Júlíusi Karlssyni og eru þau búsett á
Blönduósi.
Eins og kunnugt er voru börn þeirra hjóna Lárusar sýslumanns og
Kristínar Asgeirsdóttur á Kornsá söngelsk
mjög og gátu sér orð á því sviði. Svo var um
Kristján á Gilsstöðum, er lék mjög vel á orgel
og var einnig kunnur leturgrafari. Naut
Gilsstaðaheimilið löngum þessara hæfileika
húsbóndans og þá er gesti bar að garði var
gjarnan sest að orgelinu og leikið undir söng.
Við þessa menningararfleifð ólst Magnús
upp og mun æskuheimili hans hafa borið
mjög svip glaðværðarinnar og söngsins.
Við heimilið á Gilsstöðum var lífsganga
Magnúsar bundin. Þar var lífsstarf hans
unnið. Hann dvaldi eingöngu einn vetrartíma utan heimilis síns, að
Sveinsstöðum í Þingi, hjá þeim hjónum Magnúsi Jónssyni ogjónsínu
Jónsdóttur.
Magnús tók við búi á föðurleifð sinni á Gilsstöðum, að föður sínum
látnum árið 1941. Bjó hann þar fyrstu árin með móður sinni og þrem
systkinum sínum, Hjörleifi, Huldu, Emelíu og fóstursystur sinni
Rögnu. Hjörleifur lést 1952, Hulda flutti til Reykjavíkur 1955, og
Ragna til Blönduóss. Voru þá systkinin Magnús og Emelía orðin ein
eftir og átti hún lengstum við mikla vanheilsu að stríða. Reyndist
Magnús henni jafnan mjög vel, annaðist hana í veikindum hennar, en
hún andaðist 1973 farin að heilsu. Eftir það bjó Magnús einn síns liðs,
uns heilsa og kraftar voru þrotnir.
Síðustu ár æfi sinnar átti Magnús við mikla vanheilsu að stríða.
Dvaldi hann þá oft á sjúkrahúsum, en árið 1982 brá hann búi og
gerðist vistmaður á ellideild Héraðshælisins á Blönduósi þar sem hann
dvaldi til dauðadags.
Með Magnúsi á Gilsstöðum er horfinn úr héraði minnisstæð grein
mikillar ættar, sem búið hefir í Vatnsdal um nær 200 ára skeið.
Hann var traustur maður og vinsæll, glaðvær að eðlisfari, hispurs-
laus í orði, hreinlyndur og ákveðinn í skapgerð.
Útför hans var gerð frá Undirfellskirkju 24. ágúst.