Húnavaka - 01.05.1986, Side 186
184
H U N A V A K A
Rögnvaldur Sumarliðason lést 9. október á Héraðshæljnu. Hann var
fæddur 20. október árið 1913 á Blönduósi. Foreldrar hans voru,
Sumarliði Tómasson verkamaður á Blönduósi og kona hans Jakobína
Jónsdóttir. Einn bróður átti Rögnvaldur,
Jón, er lifir bróður sinn og er búsettur á
Blönduósi.
A þeim tímum, er Rögnvaldur var að alast
upp voru víða erfiðar aðstæður fólks við
sjávarsíðuna á landi voru. Bæir voru að
myndast og hefðir bændaþjóðfélagsins, að
færast yfir á bæjarlífið, en jafnframt lítt
hugað að lifsbjörg og atvinnumöguleikum
þeirra er á mölina fluttu.
Varð því fátækt viða hlutskipti þeirra, er
leituðu sér þar athvarfs og lífsviðurværis.
Þjóðin var að vísu, að vakna til meðvitundar um eigið líf og mögu-
leika, en seint gekk að brúa það bil, er myndast hafði milli þeirra, er
betur máttu og þeirra er fátæktin og skorturinn hrjáði.
Svo mun hafa orðið hlutskipti margra þeirra, er byggðu Blönduós á
fyrstu áratugum þessarar aldar. Höfðu því menn ofan af fyrir sér með
nokkrum búskap, auk þeirrar íhlaupavinnu er til féll á hverjum tíma.
Svo var um foreldra Rögnvaldar. Hann fór því snemma að vinna fyrir
sér, eins og títt var um unglinga á þessum tíma. Vann hann alla
algenga verkamannavinnu, er til féll og hafði jafnframt nokkur
skepnuhöld sem faðir hans. Síðustu ár æfi sinnar vann hann á vegum
sveitarfélagsins.
Kona hans, Helga Valdimarsdóttir, er einnig ættuð frá Blönduósi
og voru sambýlisár þeirra orðin 52 á þessu ári.
Eignuðust þau 5 börn, sem öll eru á lífi en þau eru: Ragna kona
Ólafs Sigurjónssonar, en þau eru búsett á Sólvangi við Blönduós,
Sigríður gift Ágústi Ásgrímssyni, búsett á Akureyri, Ævar bygginga-
meistari á Blönduósi kvæntur Elínu Grímsdóttur kaupkonu, Bára gift
Gunnari Sveinssyni skipstjóra, búsett á Skagaströnd og Lýður bygg-
ingameistari á Blönduósi.
Árið 1980 varð Rögnvaldur fyrir meiriháttar slysi og bar ekki sitt
barr eftir það. Tvö siðustu ár æfi sinnar var hann á sjúkradeild Hér-
aðshælisins, þar sem hann lést eins og áður er sagt.
Rögnvaldur var barngóður og unni barnabörnum sínum mjög en
i