Húnavaka - 01.05.1986, Page 188
186
IIUNAVAKA
Soffía Ólafsdóttir Leifsgötu 10 Reykjavík andaðist hinn 30. ágúst og
var jarðsett að Bergsstöðum í Svartárdal hinn 13. september.
Soffía fæddist að Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði hinn 29. ágúst
árið 1917. Hún var elst þriggja barna hjón-
anna, Ólafs Sigurðssonar, sem var af skag-
firskum ættum, fæddur að Eyhildarholti, og
Guðrúnar Jónasdóttur sem var Húnvetn-
ingur að ætt, fædd að Miðgili í Langadal.
Yngri voru bræðurnir Sigmar, sem býr á
Brandsstöðum í Blöndudal, mikill völundur
eins og þeir ættmenn margir og Sigurjón,
mikill víkingur til vinnu, er þar bjó einnig, en
er nú látinn.
f frumbernsku fluttist Soffía með foreldr-
um sinum vestur yfir Vatnsskarðið og ólst
þar upp á nokkrum bæjum, síðast á Kúfustöðum, en þá jörð keyptu
Ólafur og Guðrún. Óðar en kraftar leyfðu fór Soffía að leggja fram sitt
lið og reyndist alla tíð sérstaklega starfsfús og ósérhlífin.
Veturinn 1935-1936 stundaði Soffía nám í Kvennaskólanum á
Blönduósi og hlaut þar gott og hollt veganesti sem notaðist vel á
verkmiklum starfsdegi.
Á páskum árið 1939 giftist Soffia, Guðlaugi Péturssyni. Búskap
bvrjuðu þau að Mörk á Laxárdal árið eftir. Þrem árum síðar fluttu
þau að Mjóadal og þar bjó fjölskyldan í áratug. Ærið var að annast
því börnin urðu átta. Tvö dóu í bernsku, en móður sína lifa Guð-
mundur verkfræðingur á Akureyri kvæntur Maríu Sigurbjörnsdóttur,
Gunnar bifreiðaviðgerðarmaður í Kópavogi, Pétur bóndi á Brands-
stöðum, Ásólfur verkamaður á Árskógsströnd kvæntur Erlu Tryggva-
dóttur, Margrét dagmamma í Reykjavík og Sigrún húsmóðir og
verslunarmaður í Reykjavík gift Gunnari Kristjánssyni.
Guðlaugur varð herfang berklaveikinnar og varð að dvelja lang-
dvölum á sjúkrahúsum. Oft sá Soffía ein um búið, heimilið og uppeldi
barnanna. Sýndi hún ótrúlegan kjark, dugnað og úthald. Allt bless-
aðist af því að kærleikurinn til hópsins hennar var aflið sem áfram
knúði. Soffía kunni þá list að nýta flesta hluti og gera mikið úr litlu.
Hún saumaði og prjónaði á hópinn sinn og báru flíkurnar vott um
meðfæddan hagleik og vandvirkni.