Húnavaka - 01.05.1986, Page 192
190
HUNAVAKA
sameignarmanni Karli Berndsen og flutti til Akureyrar. — Orsakir
voru að Þórarinn kenndi heilsubrests er gerði honum erfiðara um
stranga vinnu. A Akureyri starfaði hann hjá Plastiðjunni Bjarg í
nokkur ár.
Þann 28. maí 1950 kvæntist Þórarinn, Gundu Ceceliu Jóhanns-
dóttur, ágætri konu, myndarlegri til munns og handa. Var hjónaband
þeirra farsælt og heimili þeirra hlýlegt og smekklegt.
Þau hjón bjuggu í Höfðaborg, góðu húsi á einum besta stað í
bænum.
Börn þeirra eru: Jóhann Björn vélstjóri, kvæntur Sigríði Ólafsdótt-
ur frá Sólheimum í Laxárdal, Dalasýslu; Vilhelm Þór sjómaður,
kvæntur Vigdísi Heiðrúnu Viggósdóttur. Þeir bræður eru búsettir á
Skagaströnd. Edda Björk, gift Jörundi Þorgeirssyni, búa á Akureyri.
Þórarinn Björnsson var jarðsettur 31. maí á Akureyri, sr. Birgir
Snæbjörnsson jarðsöng.
Ólafur Jón Guðmundsson frá Brautarholti í Höfðakaupstað andaðist 6.
október á Héraðshælinu Blönduósi.
Hann var fæddur 16. mars 1891 á Hofi í Skagahreppi. Voru for-
eldrar hans Elísabet Karólína Ferdínants-
dóttir og sambýlismaður hennar Guðmund-
ur Gíslason. Voru þau í þurrabúð á Kálfs-
hamarsnesi, er Búðarhús nefndist. Þau
Elísabet og Guðmundur slitu samvistum
eftir tvö ár, eftir að hafa eignast annan son,
Halldór, síðar bónda í Hólma. Síðar giftist
Elísabet Ólafi Sigurðssyni úr Borgarfirði,
áttu þau dóttur saman, Herdisi kennslu-
konu.
Ólafur Guðmundsson ólst upp með móður
sinni og er hann komst á legg kom í ljós að
hann var hneigðari til bókar og skriftar, en erfiðisvinnu á sjó og landi.
— Móðir hans kom honum þá út að Höfnum er var eitt af mestu
stórbýlum í Húnaþingi. Var þar haldinn skóli á vetrum. Ég ætla að
Ólafur hafi þá verið 10 ára að aldri og eins var hann þar fermingarárið
sitt. Þar tók hann miklum framförum til manndóms og menntunar.