Húnavaka - 01.05.1986, Page 193
IUÍNAVAKA
191
Ólafur dáði jafnan Jóninnu Þóreyju Jónsdóttur húsfreyju í Höfnum.
— Síðan kom Elísabet Ólafi syni sínum í framhaldsnám í ensku og
dönsku hjá Carli Hemmert eldra, er kenndi honum kauplaust. Varð
Ólafur vel læs á þessi mál. Ólafi féll námið vel, hann þráði fræðslu og
fróðleik og varð undarlega mikið úr þessari skólagöngu.
Ólafi var létt um mál og talaði á málfundum, auðheyrt var að hann
var lesinn. f það minnsta fannst stjórnmálamanninum Einari Ol-
geirssyni það er Ólafur talaði á fundi á Skagaströnd um kjör verka-
lýðsins á dögum Rómverja.
Ólafur bjó með móður sinni og reisti torfbæ er hann nefndi Braut-
arholt. Bærinn stóð við svonefndan Kíkishól, en þaðan mátti sjá yfir
lendur Skagastrandar allt til hafs og skipaferðir um Flóann. Er þessi
hóll nú friðaður.
Ólafur stundaði á yngri árum sjó syðra og á vorin heima með Óskari
Laufdal á Hnappsstöðum. Á sumrin var hann í vegavinnu. Féll hon-
um þar vel að blanda geði við námsmenn er þar erfiðuðu. — Lífs-
þorstinn var sá sami að ræða um lífsins gagn og nauðsynjar. Á Holta-
vörðuheiði voru félagar hans Magnús Jónsson frá Mel, síðar ráðherra,
og Hjalti Pálsson nú skrifstofustjóri hjá S.f.S. Ólafur var í vegavinnu
hjá Þorleifi íngvarssyni við lagningu Svínvetningabrautar.
Um sumardag er sólin skín er oft fagurt mannlíf í Húnaþingi. Það
reyndist Ólafi sumarið 1923 er hann var við lagningu Svínvetninga-
brautar og kynntist Þuríði Jakobsdóttur. Þau gengu í hjónaband 23.
desember 1923. Bæði roskin og ráðsett, hann 32 ára og hún 42 ára og
hafa bæði þráð að stofna heimili. — Hún var frá Tungukoti í Ból-
staðarhlíðarhreppi, myndarkona til munns og handar, saumakona
góð og þrifin húsmóðir. Þau bjuggu allan sinn búskap í Brautarholti.
— Þau voru barnlaus.
Árin liðu með tímans göngulagi. Lengi var Brautarholt með falleg-
ustu torfbæjum, grænum stafnþiljum og rauðum vindskeiðum, og
útskorinni fjöl er á stóð Brautarholt. Að siðustu var hann einn torf-
bæja á Ströndinni. Hann stóð af sér alla nýsköpun.
Tímaglasið tæmdist, móðir Ólafs, Elísabet, andaðist 11. desember
1958, þá 93 ára og kona hans Þuríður Jakobsdóttir 19. júlí 1965. Hún
hafði dvalið sín síðustu ár á Héraðshælinu á Blönduósi.
Ólafur var nú orðinn einn á bæ, sjóndapur og að síðustu blindur, en
hélt að öðru leyti fullu skyni og kjarkurinn óbilaður. Hann hafði áður
lesið manna mest og verið bókelskur. Lengi fram eftir árum þuldi