Húnavaka - 01.05.1986, Page 198
196
H U N A V A K A
var bæði símstöð og póstmiðstöð. Þetta var áður en sími kom á bæina
og þvi þurfti að senda út um sveitir með kvaðningu um að koma á
tilteknum tíma til að taka símtal.
Þannig má segja að þau mörgu störf sem Friðgeir tókst á hendur
hafi átt það sameiginlegt að stuðla að því að meðbræðrum hans mætti
vel farnast. Honum var líka einkar lagið að vekja mönnum gleði, hann
var mikill gleðimaður sjálfur. Söngmaður var hann mikill og spilaði
vel á harmóníku. Spilaði hann fyrir dansi í fjölda ára, og ekki gleymdi
hann heldur Guði sínum. Hann var um langan tíma meðhjálpari og
forsöngvari í sóknarkirkju sinni, Hofskirkju.
Þeim Fanneyju og Friðgeiri varð þriggja barna auðið. Eru það þau
Alda Dagbjört sem gift er Sigurði Pálssyni, Ásdís Hlíf sem gift er
Jónasi Bjarnasyni, og Ágúst Fannberg sem kvæntur er Gíslínu Torfa-
dóttur. Alls eru barnabörnin níu talsins.
Útför Friðgeirs var gerð 25. maí frá Hofskirkju og var hann greftr-
aður í Hofskirkjugarði.
Sigurbjörg Kristin Guðmunda Hjartardóttir lést 14. júli á Héraðshælinu á
Blönduósi. Hún var fædd 26. september 1916 að bænum Bráðræði á
Skagaströnd. Hún var sjötta barn hjónanna Hjartar Klemenssonar og
Ástu Sveinsdóttur. Alls voru systkinin 16, en
af þeim komust 13 til fullorðinsára. Þegar
Sigurbjörg var níu ára gömul fór hún til
dvalar hjá hjónunum Einari Guðmundssyni
og Guðrúnu Hallgrímsdóttur að Neðri-
Mýrum, og hjá þeim dvaldist hún fram á
sextánda aldursár. Þá fór hún í vist suður til
Reykjavíkur, og næstu níu árin starfaði hún
á heimili hjónanna Viktors Helgasonar og
Eyglóar Gísladóttur. Hjá báðum þessum
hjónum, þeim Einari og Guðrúnu á Mýrum,
svo og þeim Viktori og Eygló, átti Sigurbjörg
góða daga og minntist þess síðar með mikilli gleði og taldi gæfu sína að
hafa notið samvista við allt þetta ágætisfólk.
Árið 1940 réði Sigurbjörg sig til kaupavinnu vestur í Arnarfjörð, að
bænum Austmannsdal, og þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum
Guðbjarti Guðjónssyni, syni hjónanna þar. Árið 1942 gengu þau í
hjónaband og fluttust að bænum Bakka sem er næsti bær við Aust-