Húnavaka - 01.05.1986, Page 199
HUNAVAKA
197
mannsdal og hófu þar búskap. Að Bakka bjuggu þau í átta ár, en
vegna sjúkleika sem Sigurbjörg kenndi sér, fluttust þau þá suður og
settust að í Hafnarfirði. Var Sigurbjörg þar undir læknishendi um
tíma og fékk nokkra bót þeirra meina sem mest þjáðu hana þá, en gekk
þó aldrei heil til skógar eftir það.
Árið 1962 fluttu þau hjónin norður á Skagaströnd og settust að í
Vík. Ásta var þá látin fyrir tæpum tveimur árum, og haustið áður
höfðu tveir bræður Sigurbjargar, þeir Hjörtur og Sveinn, farist með
báti sínum Skíða. Önnuðust þau um gamla manninn, föður Sigur-
bjargar, þar til hann lést árið 1965. í Vík bjuggu þau ætíð síðan, þótt
Sigurbjörg þyrfti oft að vera langdvölum frá heimili sínu sakir sjúk-
leika.
Sigurbjörg var kona ósérhlífin. Hún var létt í skapi og hafði ánægju
af að umgangast fólk. Hún hlífði sér í engu og fór sínu fram, þótt
vissulega kæmi það fyrir að hún færðist of mikið í fang og líkami
hennar megnaði ekki að færa hana þangað sem hugur hennar leitaði.
En þrátt fyrir það gafst hún aldrei upp og hóf ótrauð baráttu sína
jafnharðan og hún hafði jafnað sig. Hún var kona trúuð og hafði
drukkið trúna í sig með móðurmjólkinni. Þá var hún ákaflega söng-
elsk, eins og hún átti kyn til. Hún hafði ágæta söngrödd og mikið yndi
af söng. Mun hún á þeim árum sem hún dvaldist í Reykjavík hafa
fengið nokkra tilsögn í söng, en auðvitað minni en hugur stóð til, því
efni voru lítil veraldleg til þess að kosta slíkt nám, þótt eigi hafi skort
andleg efni.
Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Eru það þau Sigurjón sem
kvæntur er Hrafnhildi Jóhannsdóttur, Árni sem kvæntur er Aðalheiði
Guðmundsdóttur, Eygló sem gift er Sævari Bjarnasyni, Hjörtur sem
kvæntur er Ingibjörgu Skúladóttir, og Eyrún sem er ógift. Öll búa þau
á Skagaströnd.
Utför Sigurbjargar var gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 20.
júlí og var hún greftruð í Spákonufellskirkjugarði.
Séra Oddur Einarsson.