Húnavaka - 01.05.1986, Side 206
204
HUNAVAKA
á vegum í nágrenni Blönduóss,
þótt snjólausir vegir væru i ná-
grenni. Úrkomu varð vart 21 dag
í mánuðinum, alls 53,7 mm. Var
jörð alsnjóa í mánaðarlok og
nokkur vetrarbragur á landinu.
Gæftir urðu stopular er áttin
snérist til norðurs, en vel veiddist
er gaf á sjó.
Apríl.
í heild var apríl nokkuð um-
hleypingasamur. Frost var fyrstu
dagana og alls mældist það í 16
daga, mest 2. apríl 13,6 stig. Snjór
var nokkur á jörð fyrstu 10 daga
mánaðarins, en hvarf, að mestu,
þann 10. er hiti komst í 8,5 stig.
Úrkomu varð vart 15 daga í
mánuðinum, mest þann 23. eða
12,3 mm og aftur 30. apríl 11,7
mm. Heildarúrkoma mánaðarins
varð 43,7 mm. Mesta vindhæð
var skráð 12. apríl 5 vindstig af
norðaustri. Gróður var nokkuð
vaknaður í mánaðarlokin og
þurfti lítið að hlýna svo að veru-
lega sæist á skjólsælu þurrlendi.
Klaki í jörð var álitinn lítill.
Samgöngur voru auðveldar í
mánuðinum. Gæftir á sjó nokkuð
stopular, en vel veiddist er gaf.
Maí.
Fyrstu þrjár vikurnar af maí voru
óvenju hagstæðar, þurrar og
hlýjar. Mestur varð hitinn dag-
ana 16. og 17. eða 18 stig, en upp
úr því kólnaði og brá til þrálátrar
norðanáttar er lauk 31. maí er til
sunnanáttar snérist og var hiti
þann dag 14,1 stig. Úrkoma var
lengst af mjög lítil í mánuðinum
og aðeins 18,6 mm í heild. Féll
þriðjungur hennar þann 30. og þá
sem snjór. Var jörð alhvít nokkuð
fram á daginn. Ekki var vitað um
tjón á lömbum af völdum úr-
komunnar. Frost mældist aðeins
fjórum sinnum, mest þann 24. og
aðeins 0,5 stig.
Gróður var mjög vel á veg
kominn, áður en kólnaði, en
staðnaði í „Hvítasunnuhretinu“,
en litið til skemmda.
Margir höfðu sett niður kart-
öflur í hlýviðrinu og trjágróður
laufgaðist þá mjög. Voru horfur í
lok maí góðar.
Júní.
Norðanstæð átt var þrálát í júní,
en varð vægari síðustu dagana.
Fremur var kalt og spratt hægt.
Sláttur hófst þó á nokkrum bæj-
um í héraðinu um 20. júní og æði
margir byrjuðu undir mánaða-
mótin. Þeir sem fyrstir byrjuðu
náðu úrvals heyi. Annan dag
mánaðarins var úrkoman 9,7 mm
en þann 19. varð hún mjög mikil
inn til dala og fylgdu þar þrumur
og eldingar, þó ekki rigndi nema
1,7 mm hér á Blönduósi. Er þetta
gott dæmi um mismun veðurs frá
einum stað til annars, þótt