Húnavaka - 01.05.1986, Page 208
206
HUNAVAKA
Gæftir á sjó voru sæmilegar, en
þær skaðaði erfið hafátt um
miðjan mánuðinn.
Ágúst.
Mánuðurinn einkenndist af
óvenju þrálátri norðlægri átt. Sló
aðeins fyrir suðlægri átt þrjá
dagparta. Þokuruðningur i fjöll-
um var þrálátur og eins til hafs-
ins. Urðu af því óhagstæðar
gæftir hér við Húnaflóa. Úrkomu
varð vart í 13 daga er gerði sam-
tals 23,5 mm. Mest 11. ágúst 10,3
mm. Hlýjast var í byrjun mán-
aðarins 15,6 stig þann 1. og svo
15,9 þann 6. Kaldast varð 26.
ágúst 1,9 stiga frost og 2,1 stigs
frost 27. Þann 29. gránaði i fjöll,
en hvarf á næsta degi.
Kartöflugras féll undir lok
mánaðarins. Heyskaparlok urðu
auðveld og heyskapur í heild
góður. Afréttarfé var réttað i
Undirfellsrétt þann 29. það er
næst var girðingum. Þótti féð
sæmilega vænlegt til afurða.
September.
Tíðarfar í mánuðinum var yfir-
leitt hagstætt. Að meirihluta var
skýjað, átt breytileg, veðurhæð
lítil og úrkoma. Þó rigndi 12,7
mm þann 30., en alls 43,4 mm á
15 dögum. Snjór féll á fjallatoppa
er úrkoma var. Hlýjast varð 12.
september 13,8 stig, en kaldast 7.
september 3,5 stiga frost. Frost
mældist 8 sólarhringa í mánuð-
inum.
Vel gaf til fjárleita, á sjó og til
allrar útivinnu. Lömb reyndust
sæmileg til frálags, en nokkuð
misjöfn, sem að venju. Uppskera
garðávaxta var allgóð.
Október.
Október hóf göngu sína með
hægri norðanátt og algeru logni
þann 2. Nokkuð herti þó vind
fyrstu vikuna. Snerist úr því til
suðlægrar áttar er hélst, að mestu
til síðasta kvölds mánaðarins.
Óvenju skýjað var og úrkomu-
samt, alls 95,1 mm á 24 dögum.
Mest var úrkoman 24. og 25. og
orsakaði hún mikil skriðuföll í
fjallshlíðum síðari daginn. Mjög
hlýtt var 14. október 15,5 stig og
15,2 þann 22. Aftur á móti var
kalt þann 9. og 10. eða 6 stiga
frost og komst hitastig aldrei upp
fyrir frostmark 8. og 9. október.
Mánuðurinn varð að teljast um-
hleypingasamur og vindasamur,
en hvassast varð af suðaustri
þann 22. skráð 8 vindstig. Skepn-
ur urðu ekki fyrir verulegum
hrakreisum og gæftir voru all-
góðar sökum ríkjandi landáttar.
Samgöngur voru sem á sumar-
degi, nema á fjallvegum þann 24.
og bitnaði það mest á konum er
lögðu á sig ferðalög, þann dag, til
þess að auglýsa stöðu sína í sam-
félaginu.