Húnavaka - 01.05.1986, Page 209
H U N A V A K A
207
Nóvember.
Mjög lítil úrkoma varð í nóvem-
ber aðeins 14,4 mm sem féll á 16
dögum. Þar af 5,5 mm þann 21.
Snjó festi á láglendi þann 3. og
hélst til 12. er hlýnaði og jörð varð
alauð í byggð til þess 29. að aðeins
gránaði i rót. Nokkuð var
stormasamt og með eindæmum
sums staðar i héraðinu þann 15.
af suðsuðaustri og þann 17. af
austsuðaustri. Urðu af rokinu
miklar skemmdir, einkum í
Vatnsdal. Gamalt tré rifnaði upp
með rótum i Forsæludal og þakið
af turni Þingeyrakirkju fauk af i
heilu lagi, Skemmdir urðu á raf-
línum og fleiru. Hitastig varð
lægst 9. nóvember 12,2 stiga frost,
en hlýjast þann 16. hiti 8*1 stig.
f mánaðarlokin var áttin norð-
anstæð og aðeins grátt í rót. Vegir
í héraðinu voru allir auðir og
góðar gæftir, bæði til lands og
sjávar.
Desember.
Mánuðurinn varð að teljast mjög
hagstæður hvað veðráttu snerti.
Snjór var á jörð allan mánuðinn,
en viðast litill og hvergi til tafar
fyrir umferð. Veður var milt
fyrstu 3 dagana og siðan frá
10.-24., en eftir það var nokkurt
frost og sannkallað jólaveður.
Varla taldist jörð þó hvit sum-
staðar til dala. Hlýjast var annan
dag mánaðarins 2,5 stiga hiti en
kaldast þann 28. frost 15,4 stig.
Urkoma féll öll sem snjór 24,1
mm á 15 dögum. Enn er það svo
að norðanátt er hlýrri en vænta
má og talið að það sé afleiðing
sjávarhita.
Gæftir voru slæmar í desember
sökum striðrar norðanáttar úti-
fyrir. Að mestu var logn 13. til
15., en hvasst á norðaustan 16.,
skráð 8 vindstig. Hagar voru
góðir um allt héraðið í lok ársins
1985 og veðurbliða um áramótin.
Var skýjamunstur þá með af-
brigðum fagurt og góðviðrislegt.
Þannig kvaddi árið 1985. f heild
hlýtur það að teljast til betri ára
hvað veðráttuna snerti.
í framanskráðu yfirliti er stuðst
við skráðar veðurathuganir á
Blönduósi, en bent skal á að veð-
ur er æði oft hvergi nærri það
sama alls staðar i héraðinu.
Á Pálsmessu 1986,
Grímur Gíslason.
®ilJN/\Ði\RBANKI
ÍSLANDS
GOTT BANKAÁR.
Inngangur:
Árið 1985 var fremur hagstætt
bankakerfinu, þar sem innlán
jukust vel umfram verðlags-
hækkanir, eða um 10% raun-