Húnavaka - 01.05.1986, Blaðsíða 210
208
HUNAVAKA
aukning miðað við hækkun láns-
kjaravísitölu yfir árið.
Af einstökum innlánsflokkum
uxu almenn óbundin spariinnlán
mest, en bundin innlán minnst.
Þessi tilfærsla af bundnum
reikningum á óbundna, skýrist af
því að nú er boðið upp á óbundna
reikninga með breytilegum
vaxtakjörum eftir því hve lengi
innstæðan stendur.
Á árinu hætti Seðlabankinn að
endurkaupa innlend afurðalán af
viðskiptabönkunum en binding
innlána var lækkuð á móti úr 28%
í 18%. Þar sem Búnaðarbankinn
endurseldi hlutfallslega mest
allra banka vegna framleiðslu á
innanlandsmarkað, þá dugaði
10% lækkun bindingar engan
veginn til þess að fjármagna inn-
lend afurðalán bankans. Þessi
breyting leiðir því til misréttis,
sem felst í því, að bankar með
tiltölulega lítil afurðalán, fá
hreinar endurgreiðslur frá Seðla-
bankanum, en hinir auknar
skuldbindingar varðandi útlán.
Til að milda þessa breytingu
innan bankans, hefur aðalbank-
inn tekið 10% bindingu af öllum
útibúum, sem síðan er veitt til
þeirra útibúa sem eru með inn-
lend afurðalán.
Á árinu var lausafjárstaða úti-
búsins mjög góð, og enn betri en
síðastliðin ár.
Heildarinnlán jukust um
57,5% á árinu. Raunveruleg inn-
lánsaukning varð 27,8%, þ.e.
aukning innlána, þegar vextir og
verðbætur hafa verið dregin frá
innlánsaukningunni. Árið áður
var sambærileg aukning 8,1%.
Hafa ber í huga við samanburð á
breytingum á milli ára, að verð-
lag hækkaði um 18,9% á árinu
1984 og um 35,6% á árinu 1985,
þ.e. hækkun lánskjaravísitölu frá
janúar til janúar. Innlánsþróun
ársins var mjög góð, þar sem inn-
lán jukust um 21,9% umfram
verðbreytingu ársins miðað við
lánskjaravísitölu.
Verður nú greint nánar frá
helstu þáttum í starfsemi útibús-
ins.
Innlán:
Heildarinnlán í lok 23. starfsárs
útibúsins um síðustu áramót,
voru um 303.302 þús., en voru
191.133 þús. í árslok 1984, og
höfðu því aukist um 112.169 þús.,
eða um 58,7%. Árið áður var
aukning innlána 39.142 þús., eða
25,8%. Aukningin 1985 reyndist
aðeins yfir meðaltals innláns-
aukningu bankans í heild, sem
var 57,5%.
Innlánin skiptust þannig:
Þús. kr.
Veltiinnlán............ 28.987
Óbundin innlán........ 153.045
Bundin innlán.......... 99.414
Gjaldeyrisinnlán...... 21.856