Húnavaka - 01.05.1986, Page 215
HUNAVAKA
213
gera sér neina grein fyrir hver
ástæða hefur verið fyrir svo mik-
illi óhappatíðni á þessum árs-
tíma.
Gistingar í fangageymslu urðu
29 og voru þær flestar vegna ölv-
unar og óspekta. Nokkrar voru þó
vegna rannsóknar á öðrum af-
brotum.
Undir málaflokkinn, rúðubrot,
innbrot og þjófnaðir, flokkuðust
17 mál. Þar af voru tveir bíl-
þjófnaðir. Varðandi þjófnaðar-
málin verður að segja að þar var í
fæstum tilfellunum um að ræða
neina stórþjófnaði. Helst var tek-
ið tóbak og sælgæti, og ýmislegt
smálegt.
Nokkuð var um kærur vegna
meintra brota veiðimanna í lax-
veiðiám í sýslunni. Var þar helst
að menn væru taldir hafa verið
með fleiri stengur í ánum, en þeir
höfðu leyfi fyrir.
Alls voru 23 ökumenn kærðir
fyrir meinta ölvun við akstur. Er
það eini málaflokkurinn sem hef-
ur orðið aukning í, á árinu. Við
verðum að vona að það sé að
þakka virkari löggæslu, frekar en
að það sé vegna þess að ölvunar-
akstur sé orðinn algengari. Næt-
urlöggæslan hefur verið aukin,
um helgar, og tel ég að á því hafi
verið mikil þörf.
Þess má gjarnan geta, að á
þessum vetri höfðu skólastjórar
grunnskólanna meiri áhuga á því
að fá lögreglumenn, til að sinna
umferðarfræðslu í skólunum, en
verið hefur á undanförnum ár-
um. Er vonandi að sú umferðar-
fræðsla sem fram fór hafi skilið
eitthvað eftir, og hafi orðið gagn-
leg.
Frímann.
HEYKÖGGLUN —
SAMKEPPNISIÐNAÐUR
I SVEITUM.
Heimafóður h.f. starfrækti vélar
sínar við heykögglun, með eðli-
legum hætti sl. ár.
Framleidd voru um 860 tonn
af kögglum fyrir um 70 bændur í
Húnaþingi.
Reksturinn gekk vel og lítið var
um tæknileg áföll. Nú standa yfir
endurbætur á vélunum, sem eiga
að auka afköst og draga verulega
úr rykmengun.
Aðalvélamenn á liðnu ári voru
Björn Einarsson Bessastöðum og
Trausti Björnsson Laugabakka.
Jóhannes Torfason.
FRA KIRKJUNNI.
Aðalfundur kirkjukórs Blöndu-
ósskirkju var haldinn sunnudag-
inn 20. janúar í Snorrabúð, að
aflokinni guðsþjónustu í Blöndu-
ósskirkju. Auk aðalfundarstarfa