Húnavaka - 01.05.1986, Page 216
214
HÚNAVAKA
voru Solveig Sövik, fyrrverandi
organisti kirkjunnar og Margrét
Jónsdóttir, gerðar að heiðursfé-
lögum kórsins, en þær hafa báðar
starfað að söngmálum kirkjunn-
ar í áratugi. Stjórn kórsins er
óbreytt.
Fermingarbörn úr Þingeyra-
og Undirfellssóknum dvöldu á
Löngumýri dagana 15.-16. mars
undir leiðsögn sóknarprests. Auk
samverustunda er Sigfús Jónsson
æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar á
Norðurlandi leiddi, voru göngu-
ferðir og sund.
Sunnudagaskóli Blönduóss-
kirkju tók til starfa þann 15.
september eftir sumarleyfi. Eins
og áður starfar við skólann auk
sóknarprests, Guðmundur Ingi
Leifsson fræðslustjóri. Viður-
kenningu fyrir góða ástundun
árið 1985 hlaut Hrefna Bára
Guðmundsdóttir Húnabraut 9
Blönduósi.
Hátíðarguðsþjónusta fór fram í
Undirfellskirkju, sunnudaginn
29. september, þar sem minnst
var 70 ára afmælis kirkjunnar.
Aðalsafnaðarfundur fór fram
sama dag þar sem ný lög um
sóknarnefndir voru kynnt. I
sóknarnefnd voru kjörin Guðrún
Bjarnadóttir Guðrúnarstöðum
formaður, Vigdís Ágústsdóttir
Hofi ritari og Reynir Steingríms-
son Hvammi gjaldkeri. Safnað-
arfulltrúi var kjörinn Guðrún
Bjarnadóttir Guðrúnarstöðum.
Ur sóknarnefnd gekk Hallgrímur
Guðjónsson í Hvammi, en hann
flutti búferlum til Reykjavíkur á
árinu. Honum voru færðar sér-
stakar þakkir fyrir mjög gott starf
í þágu kirkjunnar, en hann hefir
verið formaður sóknarnefndar
um nokkur ár og átt mikinn þátt í
þeim endurbótum er fram fóru á
kirkjunni á árinu.
Þann 25. október heimsóttu
nemendur Guðfræðideildar Há-
skóla íslands Þingeyrakirkju, þar
sem sóknarprestur tók á móti
gestunum og sagði frá sögu kirkj-
unnar.
I nóvembermánuði var unnið
að lagningu hitaveitu í Blöndu-
ósskirkju. Annaðist Gestur Þór-
arinsson hitaveitustjóri verkið og
með honum unnu sjálfboðaliðar.
Einnig var kirkjan máluð að
hluta, að innan. Þann 13. nóv-
ember var síðan heita vatninu
hleypt á kirkjuna. Öll vinna var
gefin svo og málningarvörur.
Sunnudaginn 10. nóvember
efndu kirkjukórar Blönduóss- og
Hólaneskirkju á Skagaströnd til
sameiginlegrar messuferðar til
Siglufjarðar, ásamt sóknarprest-
um. Var komið til Siglufjarðar
um hádegisbil og hádegisverður
borðaður í boði sóknarnefndar
Hvanneyrarsafnaðar í safnaðar-
heimili kirkjunnar. Síðan fór
fram guðsþjónusta í Siglufjarðar-