Húnavaka - 01.05.1986, Page 217
HUNAVAKA
215
kirkju þar sem sr. Oddur Einars-
son á Skagaströnd predikaði en
sr. Árni Sigurðsson á Blönduósi
þjónaði fyrir altari. Kirkjukór-
arnir sungu undir stjórn Sigurðar
Danielssonar organista. Að lok-
inni guðsþjónustu bauð sóknar-
prestur, sr. Vigfús Þór Árnason,
gesti velkomna og hélt erindi um
sögu Siglufjarðarkirkju. Heim-
sókninni lauk með kaffisamsæti í
safnaðarheimilinu, en þar ávarp-
aði formaður sóknarnefndar, Páll
Helgason, gestina. Fleiri tóku til
máls og voru heimamönnum
þakkaðar rausnarlegar móttökur.
Föstudaginn 15. nóvember
voru 100 ár liðin frá dauða Ás-
geirs Einarssonar bónda og alþm.
á Þingeyrum, en hann var upp-
hafsmaður að byggingu Þing-
eyrakirkju, eins og kunnugt er.
Svo einkennilega vildi til að
þennan dag gerði fárviðri, sem
feykti turnþaki kirkjunnar 30
metra leið út fyrir kirkjugarðinn
og braut um leið kafla af garðin-
um. Allmikið tjón varð á kirkj-
unni og er viðgerð fyrirhuguð á
vori komanda.
Sunnudaginn 24. nóvember
var efnt til fjölskylduskemmtunar
í Félagsheimilinu á Blönduósi, til
fjáröflunar fyrir nýju kirkjubygg-
inguna. Listamenn frá Reykjavík
komu fram. Skemmtunin hófst
með tískusýningu, sem fram fór á
vegum verslunarinnar Búðin á
Blönduósi undir stjórn Kristínar
Mogensen kaupkonu. Sr. Gunnar
Björnsson Fríkirkjuprestur lék á
celló, Ágústa Ágústsdóttir sópr-
ansöngkona söng við undirleik
David Knowles píanóleikara og
að lokum skemmti Valgeir Guð-
jónsson gítarleikari úr Stuð-
mönnum. Listamönnunum var
forkunnarvel tekið. Konur úr
söfnuðinum sáu um veitingar.
Kynnir var sóknarprestur. Þess
má geta að listamennirnir gáfu
nær allir framlag sitt til skemmt-
unarinnar. Fjáröflunarnefnd
kirkjunnar skipa auk sóknar-
prests þau Margrét Skúladóttir,
Elísabet Sigurgeirsdóttir og Torfi
Jónsson oddviti Torfalæk.
Sr. Baldur Rafn Sigurðsson i
Bólstað var settur prestur í
Hólmavík frá 1. desember að
telja. Frá þeim tíma var sr. Árni
Sigurðsson settur til að gegna
Bólstaðarprestakalli vestan
Blöndu og sr. Guðni Þór Ólafsson
Melstað austan Blöndu.
Sunnudaginn 1. desember var
guðsþjónusta haldin í Þingeyra-
kirkju, þar sem sóknarprestur
minntist Ásgeirs Einarssonar
bónda og alþm. á Þingeyrum, en
100 ár voru liðin frá dauða hans
þann 15. nóvember 1985, eins og
áður var sagt.
Að kvöldi hins sama dags, 1.
sunnudags í aðventu, var að-
ventusamkoma haldin í Biöndu-