Húnavaka - 01.05.1986, Page 218
216
HUNAVAKA
ósskirkju, er hófst með ávarpi
sóknarprests. Sverrir Friðriksson
settur sýslumaður Húnvetninga
flutti hugvekju. Kirkjukór
Blönduósskirkju söng undir
stjórn Sigurðar Daníelssonar org-
anista, Sigmar Jónsson fulltrúi
las upp, Elínborg Sigurgeirsdóttir
tónlistarkennari lék á flautu verk
úr óratoríu eftir Hándel með
undirleik organista og sóknar-
prestur flutti ritningarorð og
bæn. Að lokum var almennur
söngur. Fjölmenni var.
Hátiðarguðsþjónusta fór fram í
Blönduósskirkju sunnudaginn 8.
desember, þar sem minnst var 90
ára afmælis kirkjunnar, saman-
ber grein í ritinu.
Sama dag, að kvöldi 8. desem-
ber, var aðventusamkoma haldin
í Þingeyrakirkju, er hófst með
ávarpi sóknarprests. Kirkjukórar
Þingeyra- og Undirfellssókna
sungu undir stjórn Sigrúnar
Grímsdóttur organista. Sverrir
Friðriksson settur sýslumaður
Húnvetninga flutti hugvekju,
unglingakór söng og Guðrún
Bjarnadóttir kennari las upp og
sóknarprestur flutti ritningarorð
og bæn. Að lokum var almennur
söngur. Um 100 manns sóttu
samkomuna.
Við aftansöng á aðfangadag
jóla í Blönduósskirkju frumflutti
kirkjukórinn nýjan sálm, Friðar-
ins konungur, eftir organistann,
Sigurð Daníelsson. Textinn er
eftir Kristján Hjartarson á
Skagaströnd.
ÁS.
FRÁ SKÓGRÆKTARFÉLAGI
AUSTUR-HONVETNINGA.
Sumarið 1985 var gott til skóg-
ræktar og var vöxtur mjög góður
einkum í furu og greni. Stafaði
það m.a. af sumrinu árið áður,
sem var mjög hlýtt og gott sumar.
Gróðursettar voru alls 5560
skógarplöntur í skógræktargirð-
inguna að Gunnfríðarstöðum.
Þar af voru 4730 lerkiplöntur,
500 plöntur af skógarfuru og 330
birkiplöntur. Auk þess voru
gróðursettir 700 græðlingar af
ösp og viðju. Einnig voru gróður-
settar 450 plöntur af 9 tegundum
af víði í tilraunaskyni.
Aðalfundur Skógræktarfélags
A-Hún. var haldinn á Blönduósi
þann 31. júlí. Úr stjórn gekk
Vigdís Ágústsdóttir á Hofi og
voru henni þökkuð ágæt störf í
þágu félagsins. 1 hennar stað var
kjörin Hanna Jónsdóttir í Stekkj-
ardal. Stjórn félagsins skipa:
Haraldur Jónsson formaður, sr.
Árni Sigurðsson ritari, Þormóður
Pétursson gjaldkeri, og með-
stjórnendur Hanna Jónsdóttir og
Guðmundur Guðbrandsson.
Aðalfundur Skógræktarfélags
fslands var haldinn að Blönduósi