Húnavaka - 01.05.1986, Page 235
HUNAVAKA
233
fiski- og skemmtibátar, svokall-
aður PT-Flugfiskur, að ógleymd-
um kappróðrarbátum, en af þeim
voru búnir til 7 bátar. PT-Flug-
fiskurinn er um 7,5 tonn að stærð
og 8,5 m langur. Þessi gerð virðist
njóta vaxandi vinsælda.
Á árinu var keypt ný vél til
framleiðslunnar, svo og var hús-
næðið endurbætt, loft einangrað
o.fl. Fyrirtækið tók þátt í alþjóð-
legri vörusýningu, sem haldin var
i Reykjavík í haust. Þar sýndi það
sig að vörur fyrirtækisins standa
erlendri framleiðslu fyllilega á
sporði.
Fyrirtækið hefir hins vegar ekki
farið varhluta af þeirri efnahags-
kreppu, sem almennt einkenndi
þjóðfélagið á árinu. Langvarandi
óðaverðbólga hefir leikið mörg
fyrirtæki grátt.
Þrátt fyrir erfiða greiðslufjár-
stöðu er tiltölulega bjart fram-
undan. Fyrirtækið á að geta vaxið
og veitt nokkru fleiri mönnum
atvinnu en nú er.
Starfsmönnum fjölgaði úr
þremur í fimm á síðasta ári.
Jí
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNINU.
Starfsemi Fléraðsskjalasafnsins
var með líkum hætti og undan-
farið. Unnið var að flokkun og
skráningu handrita, skjala og
bóka, einnig mannamynda, sem
skipta nú nokkrum þúsundum.
Allmikið barst af skjölum, göml-
um gjörðabókum, myndum svo
og nokkur bréfasöfn. Keyptar
voru nokkrar ættfræðibækur.
Pétur í Miðhúsum og Konráð frá
Haukagili ferðuðust nokkuð um
og voru fengsælir, sérstaklega á
gamlar myndir. Burtfluttir Hún-
vetningar eru mjög örlátir á
gamlar myndir. Hjónin frá Þór-
ormstungu, Ástríður og Skúli
Jónsson nú búsett á Selfossi, létu
til safnsins mjög mikið af göml-
um myndum úr búi foreldra
Skúla, einnig komu myndir frá
gamla Gilsstaðaheimilinu. Grím-
ur frá Saurbæ lét myndir úr búi
foreldra sinna og fleira mætti
telja. Myndirnar frá Grími voru
allar merktar sem til fyrirmyndar
má telja. Þá er hluti af mynda-
safni Björns Bergmanns kominn
til safnsins. Alls voru gefendur
um 40.
Vetrarmánuðina er safnið opið
frá mánudegi til fimmtudags kl.
2-6. Notkun safnsins eykst stöð-
ugt. Að staðaldri er safnið notað
af fólki er vinnur að gagnasöfnun
um jarðir og búendur og ætt-
fræði. Þá hefur það færst í vöxt að
stofnanir hafi leitað til safnsins
um upplýsingar.
Stjórn Héraðsskjalasafnsins
hefur nú ráðið Pétur Sigurðsson
frá Skeggsstöðum til að sjá um