Húnavaka - 01.05.1986, Síða 236
234
H U N A V A K A
útgáfu á handritum safnsins.
Byrjað verður á ritum Bjarna frá
Blöndudalshólum. Að lokum
hvetjum við alla sem þess eiga
kost að sjá hvernig að varðveislu
skjala og mynda er staðið. Það
ætti að verða til þess að fleiri
komi með þess háttar gögn og
forði þeim þannig frá glötun.
Eftirtaldir aðilar afhentu Héraðs-
skjalasafni gjafir árið 1985:
Anna Árnadóttir, Blönduósi, Anna
Karlsdóttir, Blönduósi, Auðbjörg Al-
bertsdóttir, Blönduósi, Ástríður Jóhann-
esdóttir og Torfi Jónsson, Torfalæk,
Birna Lúkasdóttir, Blönduósi, Björg Er-
lendsdóttir frá Hurðarbaki, Elínborg
Guðmundsdóttir, Blönduósi, Erla Björg
Evensen, Blönduósi, Erlendína Erlends-
dóttir frá Hurðarbaki, Grímur Gíslason
frá Saurbæ, Guðmundur Arason,
Blönduósi, Guðmundur Bergmann, Öxl,
Guðni Jónsson frá Gunnfriðarstöðum,
d.bú, Hallgrímur Guðjónsson, Hvammi,
Helga Jónsdóttir, Hofteigi 18, Revkja-
vík, Jón fsberg, Blönduósi, Katrín Guð-
mundsdóttir, Akureyri, Kristinn Pálsson,
Blönduósi, Oktavia Jónasdóttir, Levs-
ingjastöðum, Ósk Skarphéðinsdóttir,
Blönduósi, Pétur Þ. Ingjaldsson, Skaga-
strönd, Pétur B. Ólason, Miðhúsum,
Sigurbjörg Jónasdóttir, Blönduósi, Sig-
urður Kr. Jónsson, Blönduósi, Skúli
Jónsson og Ástriður Sigurjónsdóttir, Sel-
fossi, Stefán Sigurðsson, Steiná, Val-
gerður Kristjánsdóttir, Blönduósi, Vigdis
Ágústsdóttir, Hofi, Þorbjörg Björnsdótt-
ir, Hæli, Þórður Pálsson, Blönduósi, d.bú
Helga Tónssonar.
Þ. /. ogj. 1.
TÍMAMÓT f LANDBÚNAÐI.
Árið 1985 markar tímamót í
landbúnaði. Ný löggjöf um
framleiðslu og sölu búvara tók
gildi, löggjöf sem markar
ákveðnari stefnu um samspil
framleiðslu og neyslu. Lögfest eru
markmið um nýtingu innlendra
aðfanga í framleiðslunni umfram
erlend.
Staðgreiðsla búvara, hið ára-
langa baráttumál er í höfn, svo og
samningar um „fullt“ verð fyrir
tiltekið magn búvara.
Mikilvægt er, að bændur og
starfsmenn landbúnaðarins átti
sig á eðli þessara breytinga, og
vinni í takt við þær.
Á næstu árum verður varið
talsverðu fé til að efla nýjar at-
vinnugreinar í stað samdráttar í
mjólkur- og kjötframleiðslu.
Ný jarðræktarlög marka stefnu
um vaxandi áherslu á nýjar at-
vinnugreinar í sveitum.
Verklegar framkvæmdir í A-
Hún. sl. ár voru fremur litlar,
hvað varðar hefðbundnar bú-
greinar. Nýrækt var 58 ha. hjá 29
bændum, og endurvinnsla túna
28 ha. hjá 16 bændum. Skurð-
gröftur varð 469.000 m3 á móti
um 600.000 m3 árið 1984.
Til nýjunga telst að reistur var,
á Grund í Svínadal, Harvestore
heymetisturn með losunarbún-
aði. Fróðlegt verður að fylgjast
með reynslu af notkun hans.