Húnavaka - 01.05.1986, Blaðsíða 242
240
HUNAVAKA
dagatalsins, enda vel þess virði að
eftir því sé tekið og virt.
Eftirtalda tvo menn heiðraði
Kaupfélag Húnvetninga á árinu
1985:
Guðmund Jónasson áður
bónda í Ási í Vatnsdal, sem var
sæmdur gullmerki samvinnufé-
laganna á 80 ára afmæli sínu
þann 3. júní 1985. Guðmundur
var stjórnarformaður KH frá ár-
inu 1957 til ársins 1972 og var
kjörinn heiðursfélagi árið 1981.
Ólaf Magnússon bónda og
hreppstjóra á Sveinsstöðum, sem
var sæmdur gullmerki sam-
vinnufélaganna í tilefni 70 ára
afmælis hans þann 22. janúar
1985. Hann var áður á árinu
kjörinn heiðursfélagi KH á aðal-
fundi félagsins. Ólafur Magnús-
son sat í stjórn Sölufélags Aust-
ur-Húnvetninga frá árinu 1956
til 1972 og þá kjörinn stjórnar-
formaður Kaupfélags Húnvetn-
inga og gegndi því starfi til ársins
1981.
Á árshátíð þann 16. mars 1985,
sem var mjög fjölmenn, voru eft-
irtaldir þrír starfsmenn sæmdir
silfurmerki samvinnufélaganna:
Jón Stefánsson, Blönduósi fyrir
störf í þágu SAH allt frá árinu
1944, löngum sem verkstjóri í
frystihúsi félagsins að haustinu.
Jón var fastráðinn árið 1967 og
hefir síðan unnið sem matsmaður
kjöts og ullar.
Sigurbjörn Sigurðsson, Blöndu-
ósi réðist til Mjólkurstöðvarinnar
á Blönduósi árið 1960 og hefir
starfað þar síðan að undanskild-
um tveim árum, sem hann dvaldi
með fjölskyldu sína í Hafnarfirði.
I samlaginu hefir Sigurbjörn
unnið mest við þurrkun mjólkur-
innar og sekkjun. Hann hefir og
verið aðstoðarmaður verkstjóra
og kjallarameistara.
Þórarinn Þorleifsson, Blöndu-
ósi. Hann hóf störf við slátrun hjá
SAH haustið 1948. Árið 1951 hóf
hann störf í pakkhúsi KH, við af-
greiðslu á áburði og í afleysingum
en hefir, nú síðari árin, verið í
hálfu starfi.
Grímur Gíslason.
FRA sölufélagi
AUSTUR-
HÚNVETNINGA.
f hefðbundinni sláturtíð, sem
lauk 22. október var slátrað 3.995
kindum fullorðnum og 44.354
dilkum eða alls 48.349 kindum og
er það 238 kindum færra en
haustið 1984. Meðalvigt dilk-
anna reyndist 14,32 kg eða 0,45
kg lægri en árið áður. Fullorðið fé
vigtaði 21,48 kg að meðaltali á
móti 22,14 kg haustið 1984. Er
þar um að ræða 0,66 kg léttingu
milli áranna.
Við sláturfjártöluna 1985 bæt-
ast nokkrir tugir „jólalamba“ sem
slátrað var í desember, svo að það