Húnavaka - 01.05.1986, Page 244
242
HÚNAVAKA
Lítrar
Holti Líndal,
Holtastöðum....... 127.896
Fita 3,49%
Páll Þórðarson,
Sauðanesi.......... 123.114
Fita 3,60%
Stefán Á. Jónsson,
Kagaðarhóli........ 115.477
Fita 3,76%
Jóhannes Torfason,
Torfalæk II........ 113.686
Fita 3,78%
Jóhann Bjarnason,
Auðólfsstöðum..... 104.448
Fita 3,51%
Björn Magnússon,
Hólabaki........... 101.054
Fita 3,54%
Hjá SAH og MH eru um 40
fastir starfsmenn auk 120 til 130
starfsmanna í aðalsláturtíð.
Nema launaskattskyldar
launagreiðslur hjá félaginu kr.
16.378.274 en heildarlaun eru kr.
23.722.903.
Framanskráðar tölur og upp-
lýsingar vitna um mikil umsvif
samvinnufélaganna í Austur-
Húnavatnssýslu og munu þau, á
einhvern hátt, koma inn á og
snerta hagsmuni flestra héraðs-
búa.
Grímur Gíslason.
ITALA OG MÁLAFERLI.
I apríl 1985 birti sýslumaður
Húnvetninga ítölugerð fyrir af-
réttarlönd Ás- og Sveinsstaða-
hrepps. ítölugerð þessi var unnin
af þar til skipaðri nefnd, en
Landgræðsla ríkisins hafði krafist
ítölu fyrir upprekstrarlöndin
sumarið 1984.
Itölunefndin úrskurðaði að há-
mark ærgilda i 2-21/2 mánaðar
sumarbeit í öll afréttarlönd í eigu
upprekstrarfélags Ás- og Sveins-
staðahreppa að landi Þverár-
hrepps meðtöldu, skuli vera sam-
tals 6000 ærgildi, þ.e.a.s. fullorðið
fé og vorlömb að auki, eins og
segir í ítölugerðinni. Einnig úr-
skurðaði ítölunefndin um ær-
gildafjölda í Þingeyraselsland,
Kornsárselsland og Fremri-Rófu-
skarðshlið og var samkvæmt úr-
skurðinum heimilt að beita þar
1800 ærgildum. Þá úrskurðaði
nefndin að hæfilegt væri að beita
1600 ærgildum á Sauðadal, þar
af 900 ærgildum á þann hluta
sem er eign jarða í Sveinsstaða-
hreppi.
Hreppsnefnd Sveinsstaða-
hrepps mótmælti þessum úr-
skurði og neitaði að veita honum
viðtöku, en hreppsnefnd Ás-
hrepps tók við gögnum um ítöl-
una. Meirihluti hreppsnefndar
Sveinsstaðahrepps höfðaði síðan
mál fyrir héraðsdómi Húna-
vatnssýslu til þess að fá þessum