Húnavaka - 01.05.1986, Page 254
252
HUNAVAKA
Auk þessa var byggð ný brú á
Hofsá á Skaga, lokið við endur-
byggingu á Svartárbrú og endur-
bætur fóru fram á báðum brún-
um yfir Blöndu.
Starfsemi Vegagerðarinnar í
sýslunni hefur dregist mikið sam-
an með tilkomu útboðanna. Ekki
eru núna nema fjórir fastráðnir
starfsmenn á Blönduósi. Enginn
flokkur var úti í sumar þar sem
allt var unnið í útboðum nema
smáverk, sem unnin voru frá
Blönduósi. Ekki er útlit fyrir
breytingu á því, og er jafnvel gert
ráð fyrir að annar hefillinn verði
fluttur héðan í vor þar sem svo
margir vegir eru komnir með
bundið slitlag.
Unnar.
GÓÐ LAXVEIÐI SlÐSUMARS.
Mjög lítil laxveiði var í hún-
vetnskum laxveiðiám fyrri hluta
sumars. Fór þar mjög eftir spá
Tuma Tómassonar fiskifræðings
á Hólum, en hann sagði að veiði
yrði léleg fram í miðjan júlí. Eftir
það veiddist vel af smálaxi. Sam-
kvæmt hans kenningum á síðan
að verða mjög góð veiði næsta
sumar.
í heild urðu veiddir laxar
verulega fleiri en sumarið áður,
þó nokkuð vanti á að ná því sem
best hefur verið.
Hér á eftir fer skrá yfir laxa-
fjölda í hinum einstöku ám sam-
kvæmt skrá Veiðimálastofnunar
og meðalþunga þeirra.
Fjöidi Meðal- þyngd
laxa pund
Svartá 330 6,2
Blanda 766 7,3
Laxá ytri 111 6,6
Hallá 109 5,9
Laxá á Ásum . . 1440 6,5
Vatnsdalsá . . . . 856 7,1
Víðidalsá og Fitjaá 713 7,8
Tjarnará 55 5,8
Miðfjarðará . . . 1059 5,8
Hrútafjarðará. . 345 ?
Ágæt silungsveiði var í Vatns-
dalsá og Fremri-Laxá og silungs-
veiði i vötnum héraðsins var
meira stunduð en gert hefur verið
lengi.
M. Ó.
SÍÐASTA HREFNAN?
Á síðasta ári lögðu 13 bátar upp
afla hjá Særúnu h.f. á Blönduósi,
að verðmæti 26,3 milljónir króna.
Skiptist hann þannig: 550 tonn af
rækju, 360 tonn af skel (hörpu-
diski) og um 50 tonn af hrefnu.
Framkvæmdir voru ekki mikl-
ar á árinu, en byggt var nýtt ket-
ilhús og keyptur nýr gufuketill.
Rækjuvinnslan Særún h.f. ger-
ir út þrjá báta. Einn þeirra, Giss-