Húnavaka - 01.05.1986, Page 257
HUNAVAKA
255
LEIKFÉLAG
BLÖNDUÓSS
í LEIKFÖR TIL
NORÐURLANDA
VORIÐ 1985.
Það var á haustmánuðum 1984
sem undirbúningur að utanför
Leikfélagsins hófst. Þá hafði í
nokkra mánuði verið gælt við þá
hugmynd að fara í leikför til
Norðurlandanna með Skugga-
Svein og heimsækja vinabæi
Blönduóss, Moss í Noregi, Karl-
stad í Svíþjóð og jafnvel Horsens í
Danmörku. Einnig hafði komið
til tals að fara til Luleá í Svíþjóð
en þar fór fram norræn leiklistar-
hátíð um mánaðamótin maí-júní.
En úr varð, að heimsækja skyldi
Moss og Karlstad.
Var nú hafist handa við að
undirbúa ferðina. Sveinn Kjart-
ansson tók að sér fararstjórn og
skrifaði hann bréf út til Moss og
Karlstad og kynnti heimsóknina.
Þar sem ákveðið hafði verið að
um vinabæjaheimsókn yrði að
ræða, ákvað hreppsnefnd
Blönduóss að taka þátt í undir-
búningi og styrkja Leikfélagið
fjárhagslega. Hafði sveitarstjóri
samband við hreppsnefndir í
Moss og Karlstad og óskaði eftir
að útbúin yrði dagskrá og mót-
taka á hópnum. Að þessu var
gengið og við boðin velkomin
eftir símhringingar og tilskrif.
Kom bréf með dagskrá frá Karl-
stad, en ekkert heyrðist frá Moss.
Við lögðum af stað annan í
hvítasunnu, 27. maí, með við-
komu í Reykjavík. Það var farið
snemma á fætur morguninn eftir.
Ýmsir höfðu víst harla lítið sofið,
sumir fyrir spenningi, en aðrir
vegna hávaða frá landsliði Skota í
knattspyrnu og áhangendum
þess, sem hélt uppi gleðskap á
Hótel Loftleiðum. Hallur keyrði
hópinn sem safnaðist saman við
hótelið, til Keflavíkur um morg-
uninn, en hjá flugi FI 302, Kefla-
vík-Osló, var brottför kl. 7.15.
Frónfaxi skilaði okkur til
Fornebuflugvallar við Osló kl.
11.50. Á flugvellinum tók á móti
okkur Sven Arne Korshamn, sá er
var tónlistarkennari hér á
Blönduósi. Var það eins og að
hitta þar gamlan Húnvetning.
Hann fór þegar, ásamt fleirum að
leita að leikmununum, en þá
höfðum við sett í gám tveimur
vikum fyrr og sent með skipi.
Gámurinn fannst, en engin
farmbréf. Þau höfðu þegar betur
var að gáð, orðið eftir í Reykjavík.
Gámurinn var samt afhentur og
komst í gegnum tollinn, þó í
honum væru vopn.
Búið var að hafa samband við
Islendingafélagið í Osló, sem tók
að sér að hýsa allan hópinn, sem í
voru 42. Leikarar, leikstjóri, tón-
listarstjóri, starfsmenn við sýn-