Húnavaka - 01.05.1986, Side 259
HUNAVAKA
257
bragði: ,Jeg faldt ikke, men jag
datt.“ Það er sitthvað að falla eða
detta.
Frá Holmenkollen var okkur
ekið að Vigelandsgarðinum. Að
ganga um hann er stórkostlegt.
Það er ekki hægt að lýsa því svo
að fólk skynji hve stórbrotin, en
þó hárfín list er þar á einum stað.
Og að einn maður skuli hafa
komið öllu því í verk á einni ævi,
er með ólíkindum.
Yfir öll hin listaverkin gnæfir
17 m há súla. Þar eru 121
mannslíkami höggvinn út úr ein-
um steindrang. Ég ætla ekki að
reyna að lýsa öllum þeim tugum
eða hundruðum listaverka sem
fyrir augu ber í þessum stóra og
glæsilega garði, enda höfðum við
ekki nærri nógan tíma til að
skoða hann allan eins og við
hefðum þurft, því eftir okkur beið
bíll sem átti að flytja okkur
þangað sem heitir Bygdöy er þar
eru söfn sem geyma m.a. gömul
víkingaskip, eins og Osebergskip-
ið sem hefur verið stórt og glæsi-
legt skip á þeim tímum sem það
var á floti, ásamt mörgum öðrum,
heilum og i hlutum. Þar gefur að
líta í heilu lagi heimskautaskipið
Fram sem Friðþjófur Nansen fór
á til Norðurpólsins og Roald
Amundsen til Suðurpólsins.
Ekki finnst manni, þegar mað-
ur sér þetta litla skip, miðað við
þá risastóru ísbrjóta sem nú
böðlast í ísnum og sitja iðulega
fastir, að það hafi verið árennilegt
að leggja til atlögu við höfuð-
skepnurnar á þessu litla horni. En
það voru heldur ekki neinir
venjulegir menn sem stjórnuðu
þessu og öðrum álíka farkostum.
Það voru menn sem lögðu allt í
sölurnar til að kanna heiminn og
þeir höfðu ekki önnur farartæki,
enda kostuðu þessar könnunar-
ferðir mörg mannslifin.
Þá gefur að líta í þessum söfn-
um annars konar farkosti. Það
eru Kon-Tiki og Ra II. Kon-Tiki
er, eins og menn vita, fleki, sem
Thor Heyerdahl bjó til og ferð-
aðist á um höfin blá til að sanna
hvernig forfeður okkar hafa ferð-
ast milli heimsálfa. Einnig lét
hann byggja Ra II, en á honum er
þó bátslag. En báðir þessir far-
kostir eru búnir til úr stráum,
bundnir saman með tágum og
einhvern veginn finnst manni
heldur ótrúlegt að menn hafi lagt
i úthafssiglingar á þeim, en það
gerði Thor og þóttist með því
sanna, að slíkar fleytur hafi verið
notaðar til forna.
Þar með lauk skoðunarferð
okkar um Osló, og má segja að við
höfum aðeins séð lítið eitt af því
sem þessi fallega borg hefur upp á
að bjóða.
Ákveðið hafði verið ein sýning í
Osló, sem var svo um kvöldið, á
vegum íslendingafélagsins, í
17