Húnavaka - 01.05.1986, Page 262
260
HUNAVAKA
mjúk og klædd með rauðu plusi
og svo þessi dýrðlega margarma
risastóra ljósakróna sem hékk í
hvelfingunni.
Frá Karlstad náðist loks sam-
band við þá í Moss en þar var þá
tilbúin dagskrá vegna komu okk-
ar og við boðin hjartanlega vel-
komin. Moss heilsaði okkur með
sterkum fnyk, sem líkja mátti við
peningalykt í verstöðvum hér á
landi, nema hvað hann var enn
verri. Þessi ólykt kom frá trjá-
hvoðuverksmiðju og við vönd-
umst henni fljótlega. Maður frá
bæjarskrifstofunni tók á móti
okkur og vísaði okkur á gististað-
inn, farfuglaheimili sem heitir
Vandsjöheimen. Þar var gott að
búa. Rétt hjá var geysistór
íþróttahöll með kaffiteríu sem við
borðuðum alltaf á. Einnig var þar
sundlaug og gufubað, sem við
máttum nota.
Moss er höfuðstaður síns fylkis.
íbúar þar eru um 25.000 og þar
býr fylkisstjórinn. Þar er mikill
iðnaður, verslun og þjónusta,
enda góðar samgöngur í allar
áttir.
Sama dag og við komurn heils-
aði upp á okkur þjóðdansaflokk-
ur, „Leikaringen í Moss“ og sýndi
okkur dansa. Þá fórum við að sjá
1. deildarkeppni í fótbolta milli
F.K. í Moss og Brann. 1 marki
Brann var íslendingur sem var
óspart hvattur og klappað fyrir.
Daginn eftir, 3. júni, var farið
með okkur i skoðunarferð, en
seinni hluta dags var setningar-
hátíð Mossdaganna, sem er eins
konar Húnavaka þeirra Moss-
búa. Setningin var frábær. Þar
var mikil skrúðganga lífvarða
konungs. Lúðrasveit hersins lék,
en hún kvað vera ein besta
lúðrasveit í Noregi, og fleira var
til skemmtunar, söngur, dans og
ávörp.
Kvöldin voru frjáls og meiri
hluti dagsins, enda ekki farið eins
eftir tímasetningum og í Karl-
stad. Notaði fólk sér það óspart til
að skoða sig um og kíkja inn á
eina og eina bjórkrá.
Þriðjudaginn 4. júní var farið
snemma að undirbúa leiksýn-
ingu, því hún átti að byrja kl.
13.00 og var einn liður á dagskrá
Mossdaganna. Á sýninguna
mætti bæjarstjórinn, ásamt fleiri
fyrirmönnum. Einnig hópur af
skólakrökkum sem trúlega var
gert að skyldu að sjá leikinn. Þau
tóku virka afstöðu í leiknum,
héldu með útilegumönnunum en
voru á móti sýslumanni.
Bæjarstjóri hélt ræðu í lok sýn-
ingar og þakkaði okkur fyrir.
Hann lét í ljós undrun eins og
þeir í Karlstad, hve mikilúðlegt
og vandað leikrit áhugamenn úr
litlu þorpi uppi á íslandi gætu
sýnt og farið með í leikför til
annarra landa.