Húnavaka - 01.05.1986, Page 264
262
HUNAVAKA
ágætum, svo og Halldór Júlíus-
son.
Þessi ferð var stórkostleg,
skemmtileg, en þó erfið að sumu
leyti, en hver veit nema við förum
aftur einhvern tíma seinna.
Benedikt Blöndal.
BJÖRGUNARSVEITIN
BLANDA 20 ÁRA.
Fáar skráðar heimildir eru til um
stofnun Slysavarnadeildarinnar
Blöndu, en upphaflega var hún
stofnuð árið 1935. Frumkvöð-
ull að því mun hafa verið Ari
Jóhannesson verslunarmaður.
Skráðir félagar það ár voru 44 og
eignir í árslok 92 kr. Ekki eru
til neinar heimildir aðrar, fyrr en
á árinu 1952, að til mun vera ein
fundargerð frá 16. mars. Þar var
Hermann Þórarinsson fundar-
stjóri en Björn Bergmann fundar-
ritari. Enn skortir skráðar heim-
ildir, en af bréfum sem hafa
varðveist og skilmerkilegri grein
Hjálmars Eyþórssonar í Húna-
vöku árið 1967, sést að 26. apríl
1966 er Slysavarnadeildin Blanda
endurvakin og jafnframt stofnuð
björgunarsveit skipuð 16 mönn-
um. Formaður deildarinnar var
kosinn Hjálmar Eyþórsson, en
formaður björgunarsveitarinnar
var kosinn Guðni Vigfússon.
Björgunarsveitin hefur starfað
óslitið síðan og má segja að hún
hafi eflst með hverju ári sem liðið
hefur, þótt fjárskortur kæmi í veg
fyrir mikil tækjakaup fyrstu árin.
Þó var það m.a. fyrir tilstuðlan
Blöndu að snjóbíll var keyptur
hingað strax árið 1967. Sá bíll er
enn í fullu gildi og hefur oft
sannað nauðsyn slíks tækis í
byggðarlaginu.
Þessi 20 ár sem björgunarsveit-
in er búin að starfa hafa verkefni
sveitarinnar verið svipuð frá ári
til árs, en sl. ár komu félagar
sveitarinnar saman um 40 sinn-
um til funda og ýmissa starfa. Þar
af voru útköll til hjálpar í 11
skipti. Þess skal þó getið að ekki
var um stórútköll að ræða, þann-
ig að segja má hvað björgunar- og
hjálparstörf varði hafi árið verið
frekar rólegt. Tekna fyrir björg-
unarsveitina hefur verið aflað
með ýmsu móti og hefur verið
getið á síðum þessa rits oft á
undanförnum árum.
Eg gat þess hér að framan að
tækjakostur sveitarinnar hefði
verið smár fyrst framan af. Sinn
fyrsta bíl eignaðist sveitin árið
1976, en þá var keyptur fjögurra
ára gamall rússajeppi. Hann var
seldur fyrir þremur árum og
keyptur Volvo Lapplander. Auk
hans á björgunarsveitin nú tvo
nýja vélsleða, tvo slöngubáta með
utanborðsvélum auk ýmissa fjar-
skiptatækja og smærri búnaðar
til nota fyrir félaga sveitarinnar
þegar þeir eru að sinna björgun-