Húnavaka - 01.05.1986, Page 265
HUNAVAKA
263
ar- og hjálparstörfum. Enn er
ógetið Björgunarstöðvarinnar
sem byggð var í félagi við HSSB
en þar á hvor sveit tæplega 200
m2.
Núverandi formaður deildar-
innar er Kristín Jóhannesdóttir
en formaður björgunarsveitar-
innar er Gunnar Sig. Sigurðsson.
Gunnar Sig.
TILRAUN MEÐ NÝTT LYF
GEGN FJÁRKLÁÐA.
Fyrir nokkrum árum var upp-
götvað í Japan nýtt lyf gegn inn-
yflaormum og ýmsum öðrum
sníkjudýrum. Hér er um að ræða
efni sem kallast Ivermectin og er
selt undir mafninu Ivomec. Lyfið
verkar þannig að ormar, maurar
og lýs lamast algjörlega og drep-
ast. Lyfinu er sprautað undir húð.
Lyfið er mjög sterkt ormalyf og
drepur auk þess mjög vel kláða-
maura og allvel ýmsar tegundir
lúsa í sauðfé, nautgripum, hross-
um, svínum og fleiri dýrum.
Þar sem árangur af sauðfjár-
böðunum undanfarin ár hefur
ekki verið viðunandi, var ákveðið
að gefa bændum í sýslunni kost á
að reyna lyfið veturinn 1984-85 í
stað böðunar. Veturinn áður
hafði ég reynt lyfið á nokkrar
kláðakindur með góðum árangri.
Alls voru sprautaðar 12.910
kindur á 46 bæjum. Auk þess
voru nautgripir í fjárhúsum
sprautaðir þar sem sýnt hefur
verið fram á erlendis að kláða-
maur á sauðfé getur lifað á naut-
gripum. Af 46 bæjum, sem
sprautað var á, var kláði á 17. Við
skoðun 1-2 mánuðum seinna
voru kláðaeinkenni horfin á 15
þessara bæja. Miðað við árangur
baðanna undanfarin ár tel ég
þetta betri árangur. Engin
ákvörðun hefur verið tekin um
áframhaldandi notkun á Ivomec,
en líklegt þykir mér að lyfið verði
til að byrja með viðurkennt til
notkunar í stað böðunar fyrir þá
sem vilja.
Sigurður H. Pétursson
héraðsdýralæknir.
FRÉTTIR FRÁ
SKAGASTRÖND.
Útgerð.
Rækjuveiðar gengu vel á vetrar-
vertíð, enda tíðarfar gott svo og
afli. Voru fimm bátar á veiðum
meirihluta vertíðarinnar, Auð-
björg, Dagrún, Hafbjörg, Hafrún
og Helga Björg. Allmiklar tafir
urðu á veiðum hjá Hafbjörgu,
þar sem hún sökk í höfninni 30.
janúar. Þá var norðan hríðar-
garður og hlóðst mikil ísing á
báta sem lágu í höfninni, en þó
mest á Hafbjörgu, þar sem hún lá