Morgunblaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þrír hæstaréttarlögmenn hafa rekið lögmannsstofuna Veritas í Borgartúni 28 saman undanfarin ár, þeir Frið- björn Garðarsson, Skarphéðinn Pétursson og Þórhallur Haukur Þorvaldsson. Þeim barst nýlega mikill liðs- styrkur þegar þeir feðgar Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og sonur hans Konráð Jónsson hdl. gengu til liðs við stofuna í vor. Jón Steinar segir að sér og Konráði hafi verið vel tekið og allt hafi farið vel af stað. Spurður um endurkomu sína í lögmannsstörfin segir Jón Steinar að þetta séu kunnuglegar slóðir. „Ég lít sjálfur á lögmennskuna sem helsta starfsvettvang ævi minnar, frekar en dómsýsluna.“ Hann segir það kost á lögmennskunni að þar sé hægt að njóta meira frelsis og frumkvæðis í störfum heldur en í dómarastarfi. „Lög- menn eru meira skapandi í störfum sínum, þar sem þeir gera kröfur í dómsmálunum og ákveða málsástæður fyr- ir þeim. Hlutverk dómara er svo að taka afstöðu til þess sem lögmenn hafa reitt fram.“ Þeir Friðbjörn og Þórhallur Haukur hófu starfsemi stofunnar í lok árs 2010 og Skarphéðinn bættist í hópinn í mars 2011, en hún hefur alla tíð haft starfsemi í Borgar- túni 28. Stofan býður upp á alla almenna lögfræðiþjón- ustu, en á heimasíðu hennar, www.veritaslogmenn.is, kemur fram að lögmenn stofunnar hafa víðan bakgrunn, meðal annars í bankarétti, erfðarétti, Evrópurétti, hug- verkarétti og samninga- og kröfurétti. Morgunblaðið/RAX Lögmannsstofan Veritas Stofan hefur verið starfrækt frá árinu 2010. Lögmenn stofunnar veita alla almenna lög- fræðiþjónustu. Efri röð f.v.: Konráð Jónsson, Friðbjörn E. Garðarsson og Guðmundur Einarsson. Neðri röð f.v.: Laufey Sigurðardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Skarphéðinn Pétursson og Þórhallur Haukur Þorvaldsson. Vel tekið hjá Veritas  Jón Steinar segir gaman að snúa aftur á kunnuglegar slóðir lögmennskunnar  Meira frelsi í lögmennskunni Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Cloudy loftljós frá Sunnudaginn 3. maí kl. 11 verður boðið upp á fuglagöngu í Grasa- garði Reykjavíkur í Laugardal en í garðinum er fjölskrúðugt fuglalíf. Fræðslugangan er haldin í sam- starfi við Fuglavernd og mun Hannes Þór Hafsteinsson, garð- yrkjufræðingur og fuglaáhugamað- ur, leiða gönguna. Hannes mun fræða gesti um þær fuglategundir sem fyrir augu ber og auk þess skoða hvaða tegundir plantna laða að fugla. Gestum er bent á að gam- an getur verið að taka með sér kíki í gönguna. Mæting við aðalinnganginn kl. 11. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Kaffihúsið Café Flóra var opnað 1. maí og þar verður opið daglega klukkan 10-22 í sumar. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Fuglaskoðun Auðnutittlingur á grein. Fuglaganga í Laug- ardalnum á morgun BL í Garða- bæ frum- sýnir í dag, laugardag- inn 2. maí, nýja Hy- undai i20 bifreið. Nýr Hyundai i20 er rúmgóður fólksbíll sem er bæði lengri og breiðari en fyrirrennarinn. Hann er boðinn í nokkrum útfærslum. Hægt er að velja á milli þriggja vél- arstærða, 1,1 lítra dísilvélar sem er 75 hestöfl, 1,2 lítra, 78 hestafla bensínvélar og 1,4 lítra, 99 hestafla bensínvélar. Frumsýning i20 stendur milli kl. 12 og 16 og verða reynsluakst- ursbílar á staðnum. Frumsýna nýja gerð af Hyundai-bifreið Samtökin Heilaheill eiga 20 ára af- mæli um þessar mundir. Af því tilefni halda Heilaheill af- mælisfagnað í Háteig á Grand hót- eli í dag, laugardaginn 2. maí frá klukkan 13 til 16. Ávörp flytja: Þórir Steingríms- son, formaður Heilaheilla, Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, Elías Ólafs- son yfirlæknir og Þór G. Þór- arinsson, velferðarráðuneytinu. Ív- ar og Magnús skemmta gestum. Aðgangur er ókeypis. Afmælisfagnaður Heilaheilla á Grand STUTT Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Geir Gunnar Geirsson hjá Stjörnu- grís segir svínakjötsframleiðendur bíða svara frá Dýralæknafélagi Ís- lands (DÍ) um undanþágubeiðni til slátrunar. Eftirlitsdýralæknar hafi nýlega tekið út öll svínabú til að sannreyna beiðnina. Þá sé óvíst um framhaldið þar sem starfsmenn sláturhúsanna fari í allsherjarverkfall í næstu viku. ,,Ástandið er í raun skelfilegt og tím- inn til stefnu er mjög stuttur. Við er- um í hreint ótrúlegri stöðu og við getum ekkert gert nema við fáum leyfi til að slátra.“ Hann kveðst ekki trúa öðru en að dýralæknar muni standa við orð sín um að dýravelferðar verði gætt og að slátrun verði heimiluð í því augnamiði. ,,Þeir verða að standa við stóru orðin,“ segir hann og bætir við að hann sjái ekki hvaða tilgangi að- gerðir dýralækna gegni í kjarabar- áttunni. ,,Það er eitt að láta verk- fallsaðgerðir bitna á neytendum sem fá ekki kjötið sitt en það er of langt gengið að láta þær bitna á dýrun- um.“ Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í DÍ, staðfestir að eftirlitsdýralæknar hafi heimsótt svínabú til að staðreyna undanþágu- beiðnina. Þá sé félagið ánægt með að málið sé loksins komið í ferli. DÍ muni funda á mánudagsmorgun og þá verði undanþágubeiðnin rædd. Má ekki bitna á dýrunum  Beiðni svínabænda í skoðun hjá DÍ Morgunblaðið/Helgi Svínabú Svínabændur og svínakjötsframleiðendur bíða úrlausnar Dýra- læknafélags Íslands á undanþágubeiðni til slátrunar í velferðarskyni. Kristinn Skúlason, rekstrar- stjóri Krónunnar, segir allan ferskan íslenskan kjúkling bú- inn í verslunum Krónunnar. ,,Við höfum verið að fá ferskan kjúkling í litlum skömmtum og hann hverfur bara. Núna er bara til frosinn kjúklingur og óvíst er hvenær við fáum aftur ferskan.“ Hann segir fólk óvant því að fá ekki ferskan kjúkling í búðum. Allt ferskt hverfur KJÚKLINGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.