Morgunblaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015
✝ Kristján Sig-urðsson fædd-
ist í Hafnarfirði
15. mars 1944.
Hann lést á Land-
spítala í Fossvogi
24. mars 2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Pálína
Sigurðardóttir, f.
1. ágúst 1908, d. 4.
maí 1992, og Sig-
urður Eyjólfsson,
f. 8. nóvember 1907, d. 6.
ágúst 1987. Systir Kristjáns
er Sigríður Fanney, f. 1943.
Fyrri kona Kristjáns var
Ragnhildur Nordgulen, f.
1946, og eru dætur þeirra: 1)
Áslaug, f. 1965, gift Árna
Geir Sæþórssyni. Synir þeirra
eru Ragnar Geir, f. 1994, og
Rúnar Þór, f. 2004. 2) Fanney
Þóra, f. 1968. Börn hennar
eru Katla Rún Ísfeld Erlends-
dóttir, f. 1995, og Brynjar
Snær Ísfeld Erlendsson, f.
2000.
Kristján kvænt-
ist 20. febrúar
1993 Svanlaugu
R. Þórðardóttur,
f. 1941. Börn
hennar eru Birgir
Hauksson, f. 1964,
Björg Hauks-
dóttir, f. 1966,
Ágúst Þór Hauks-
son, f. 1967, Þór-
dís Hauksdóttir, f.
1972, og Engil-
bert Hauksson, f. 1978.
Barnabörn: Sigurjón, Klara
Rós, Aron Brynjar, Thelma
Dís, Svana Fanney, Andri
Fannar, Dagur Máni, Ana-
stasia Sóley, Haukur Óðinn,
Aníta Rós og Ragnheiður
Rán. Barnabarnabarn: Frosti
Hrafn.
Kristján var húsasmíða-
meistari og vann við smíðar
til ársins 2009 er hann lét af
störfum vegna veikinda.
Útför hans fór fram í kyrr-
þey 31. mars 2015.
Afi Kristján er dáinn og mér
finnst það mjög sorglegt og ég
sakna hans mikið. Ég fór mjög
oft að heimsækja hann og það
var mjög gaman. Afi minn var
mjög hress og glaður maður og
hann var alltaf glaður þegar ég
kom með hundinn minn í heim-
sókn og ég fékk oft að gista hjá
afa og ömmu og kúra hjá þeim,
sem var mjög notalegt. Honum
fannst gaman að ferðast til Kan-
arí með ömmu og að ferðast um
Ísland og veiða fiska. Afi átti
alltaf eitthvað gott, sleikjó og
súkkulaði. Honum fannst ís
rosalega góður og við Andrea
Ósk, vinkona mín, heimsóttum
hann í vetur og fórum með stórt
box af ís handa honum, hann var
ánægður með það. En núna hitti
ég afa ekki aftur en ég mun allt-
af muna eftir honum. Og minn-
ingin verður alltaf til um frá-
bæran afa.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á
örskammri stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins
gjöfuga og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú
geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Svana Fanney.
Diddi eins og við kölluðum
hann alltaf átti við erfið veikindi
að stríða mörg undanfarin ár
sem að lokum lögðu hann að
velli.
Diddi var gaflari og Hauka-
maður og húsasmiður, hann
starfaði við smíðar lengst af þar
til veikindi tóku völdin og hann
varð að hætta störfum. Það var
honum erfitt enda hörkudugleg-
ur og ósérhlífinn. Við hjónin átt-
um margra ára samleið með
þeim Didda og hans góðu konu
Svanlaugu.
Í margar veiðiferðir fórum
við saman. Víðsvegar um landið
í mörg ár fórum við í þriggja
daga veiði í Ytri-Rángá og átt-
um saman góða daga í húsinu
Skúta við Hellu. Þeir voru
margir laxarnir sem komu á
land í þeim ferðum. Diddi var
mikill veiðimaður og naut sín vel
við þá iðju. Utanlandsferðirnar
voru líka nokkrar bæði til Du-
blin og Kanarí. Didda leið vel í
hitanum á Kanarí; því meiri því
betra. Diddi kvartaði aldrei,
hann hafði það alltaf ágætt ef
hann var spurður um heilsuna.
Síðastliðinn mánuður var hon-
um erfiður, heilsunni hrakaði
ört en hann stóð ekki einn í bar-
áttunni. Svanlaug stóð við hlið
hans til hinstu stundar.
Lífið manns hratt fram hleypur,
hafandi enga bið,
í dauðans grimmar greipur, –
gröfin tekur þá við.
Allrar veraldar vegur
víkur að sama punkt,
fetar þann fús sem tregur,
hvort fellur létt eða þungt.
(Hallgrímur Pétursson)
Kæra Svanlaug og fjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur til
ykkar, við þökkum Didda sam-
fylgdina og biðjum honum Guðs
blessunar.
Ásgeir og Sigrún.
Kristján
Sigurðsson
HINSTA KVEÐJA
19 ár af minningum seint munu
gleymast.
Það sem þú kenndir mér og
sýndir seint mun gleymast.
Þitt faðmlag og þitt bros seint
mun gleymast.
Þú munt aldrei gleymast.
Klara Rós.
Vinur minn,
Kjartan Trausti
Sigurðsson, lést á Borgarspít-
alanum 12. apríl sl. Hann varð
75 ára í september 2014. Þegar
hann kom heim úr afmælisferð-
inni, sem fararstjóri og
skemmtanastjóri, var hann orð-
inn veikur, hafði misst kraft í
fótum og höndum og var fljót-
lega fluttur á Borgarspítalann
þar sem hann var í margar vik-
ur til rannsókna. Honum hrak-
aði frá viku til viku og hann er
fluttur á gjörgæslu. Vinkona
hans til margra ára, Ester,
hans stoð og stytta og hjálp-
arhella, var hjá honum þegar
hann lést.
Vinátta okkar Kjartans
Trausta hófst haustið 1952 þeg-
ar við gengum báðir í Skátafé-
lag Akraness. Þar störfuðum
við lengi saman. Kjartan var
ylfingaforingi og skátaforingi af
bestu gerð. Hann var oft valinn
til forystu bæði á skátamótum,
skátaskemmtunum og fleiri við-
burðum.
Hann var tjaldbúðastjóri
Akranesskáta á Landsmótinu á
Þingvöllum 1962 og tók þar á
móti Ásgeiri Ásgeirssyni for-
seta Íslands með miklum sóma.
Ég get ekki talið upp öll skáta-
mótin okkar. Ég vil þó sér-
staklega nefna Botnsdalsmótin,
Fjallarekkamót í Hallmundar-
hrauni við Surtshelli og Stef-
ánshelli 1958, Roverskátamót í
Sutton Coldfield nálægt Birm-
ingham á Englandi árið 1957, í
sambandi við Jamboree-afmæl-
ismót þegar fagnað var 50 ára
afmæli skátahreyfingarinnar og
Kjartan Trausti
Sigurðsson
✝ KjartanTrausti Sig-
urðsson fæddist á
Akranesi 22. sept-
ember 1939. Hann
lést á Borgar-
spítalanum 12. apr-
íl 2015. Útför hans
fór fram 30. apríl
2015.
100 ára afmæli sir
Baden Powells.
Þetta eru allt
ógleymanlegir at-
burðir sem Kjart-
an Trausti tók þátt
í af fullum krafti.
Ekki skulum við
gleyma fyrstu
ferðinni sem hann
fór sem fararstjóri
til útlanda 1963,
þegar við fórum
með hóp af yngri skátum í
heimsókn til skáta í Leicester á
Englandi, en þeir voru hjá okk-
ur á Akranesi árið áður. Skáta-
dagurinn 22. febrúar var alltaf
mikill hátíðisdagur en hann
tengdist líka mikilli sorg hjá
okkur, því sonur Kjartans, Sig-
urður Trausti, lést á þessum
degi fyrir nokkrum árum og
pabbi minn, Sigurður B. Sig-
urðsson, lést líka á þessum
degi 2010.
Kjartan var líka mikill
íþróttamaður, lék handknatt-
leik með mfl. ÍA í meira en 10
ár, einnig æfði hann knatt-
spyrnu og varð Íslandsmeistari
með mfl. ÍA árið 1960. Sagan
segir að Kjartan hafi varið víta-
spyrnu frá KR, en misst húf-
una inn í markið um leið, tók
svo boltann undir höndina og
fór inn í markið til að sækja
húfuna og dómarinn hafi um
leið dæmt mark. Mér hefur
aldrei líkað við þennan dómara
síðan, en nú man ég ekki leng-
ur hvað hann heitir!
Kjartan fer til Danmerkur
og lærir þar ferðamálafræði og
upp úr því fer hann að vinna
sem fararstjóri í sumarleyfis-
ferðum Íslendinga, aðallega á
Spáni, og sinnti því í áratugi,
eða til dauðadags. Þar var hann
kominn á rétta hillu í lífinu og
naut sín til fulls, eftirsóttur,
vinsæll og mikill gleðigjafi. Ég
vil ljúka þessu með limru sem
við báðir héldum mikið upp á,
hún heitir „Tár“ og er eftir
Þorstein Valdimarsson:
Þar sem lækurinn rann og rann
drúpti rós og lækurinn fann
alveg ofan í ós
er hin rauða rós
felldi regndropa ofan í hann.
Ég sendi aðstandendum
Kjartans Trausta mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Svavar Sigurðsson.
Ég kynntist Kjartani
Trausta í ferð til Tenerife.
Hann var mjög góður farar-
stjóri og gerði margt fyrir mig.
Það var gott að hafa hann sem
fararstjóra, ég fór í tvær ferðir
með honum og var að spá í að
fara með honum aftur. Hann
var svo fróður.
Við náðum vel saman og átt-
um góðar stundir saman. Höfð-
um gaman hvor af öðrum. Og
vorum í góðu sambandi hér
heima. Ég vinn sem sjálfboða-
liði á nytjamarkaðnum Basarn-
um í Austurveri. Hann Kjartan
leit oft við hjá mér og kom
stundum með poka sem hann
vildi gefa okkur. Eða kom bara
í heimsókn til mín.
Svo var það í nóvember að
ég hafði samband við Kjartan,
þá sagði hann mér að hann
væri í rannsókn vegna heils-
unnar. Svo heyrði ég ekkert
lengi. Þá sendi ég honum sms
og hann hringdi í mig strax og
sagði mér að hann væri kominn
á Hrafnistu í Hafnarfirði. Og ef
ég ætti leið hjá þá mætti ég
kíkja við. Ég sagði að ég mundi
gera mér sérferð til hans. Ég
sá hvernig honum leið og
stoppaði stutt. Ég fór þrisvar
sinnum til hans. Svo þegar ég
frétti um andlát hans 13. apríl
brá mér. En veit að hann er
kominn heim, þá líður mér vel.
Ég vil votta ættingjum hans og
ferðafélögum samúð mína. Guð
blessi ykkur, vinir.
Jón Pálmi Davíðsson.
„Þú skrifar um mig góða
minningargrein ef ég kveð á
undan þér – hafðu hana frekar
jákvæða.“ Með þessu fylgdi
léttur hlátur og stórt bros.
Þetta var ein af síðustu setn-
ingunum sem vinur minn
Kjartan Trausti Sigurðsson
sagði við mig áður en hann
kvaddi þennan heim á Borg-
arspítalanum 12. apríl sl.
Um Kjartan Trausta er held-
ur ekki hægt annað en að
skrifa eitthvað jákvætt og gott.
Hann var í alla staði frábær
náungi og mikill og góður vin-
ur.
Við þekktumst ágætlega á
yngri árum en vináttan kom í
seinni hálfleiknum eins og við
kölluðum það okkar á milli.
Hann var um tíma með gullald-
arliði Skagamanna í knatt-
spyrnu og ég mikill íþrótta-
áhugamaður. Það nægði okkur
til að heilsast og ræða stundum
saman á þeim árum.
Eftir að hann flutti til
Reykjavíkur sáumst við af og
til. Ég vissi að hann bjó í
Tjarnargötunni og var giftur
Unni Jensdóttur söngkonu og
ættu tvö börn, Sigurð og Krist-
ínu. Svo frétti maður að þau
væru skilin og hann fluttur til
Danmerkur og síðan frétti ég
af honum í Noregi.
Ég rakst svo óvart á hann að
vetri til mörgum árum síðar á
göngu í Palma á Mallorca.
Hann var þar í skóla í far-
arstjórn á vegum norskra aðila.
Hann hafði fengið áhuga á að
vinna við fararstjórn og komast
þannig í sól og hita og vinna
með fólki sem væri að ferðast
og njóta lífsins.
Úr varð að hann réðst sem
fararstjóri hjá Samvinnuferð-
um-Landsýn á Benidorm. Það-
an lá leið hans til Úrvals-Út-
sýnar og starfaði þar sem
heilsársfararstjóri þar til núna í
haust að hann varð að hætta
vegna veikinda.
Hann var fararstjóri á meg-
inlandi Spánar á sumrin og svo
á Kanarí á veturna, á milli þess
sem hann vann í Glasgow og
víðar með íslenska ferðamenn.
Við unnum oft saman á þessum
stöðum og áttum ávallt fínar
stundir.
Kjartan Trausti var fæddur
fararstjóri. Gaf mikið af sér og
ávallt tilbúinn til að hjálpa og
gera gott. Þá hafði hann sér-
staka ánægju af því að fræða
fólk um þá staði þar sem farið
var um í rútum. Var hafsjór af
fróðleik og með góðan húmor
að auki.
Hann naut líka mikilla vin-
sælda meðal farþeganna. Sást
það best á því að ferðir, þar
sem hann var sérstaklega aug-
lýstur sem fararstjóri, seldust
jafnan upp á mettíma og kom-
ust ávallt færri með en vildu.
Kjartan missti son sinn, Sig-
urð, í vinnuslysi í Danmörku
fyrir nokkrum árum og tók það
mikið á hann. Annað áfall dundi
svo yfir í desember sl. þegar í
ljós kom að hann væri með
MND-sjúkdóminn og engin von
með lækningu.
Ég heimsótti hann á DAS í
Hafnarfirði í vikunni áður en
hann lést. Hann bar sig vel að
vanda. Var að fást við ljóðagerð
sem var honum ofarlega í huga
og ýmislegt annað var í bígerð.
Hann var ekkert á leiðinni að
kveðja. En kallið kom fyrr en
varði og því kveð ég nú þennan
góða vin minn og nafna.
Sendi Kristínu dóttur hans,
eiginmanni og börnum í Dan-
mörku svo og öðrum ættingjum
innilegar samúðarkveðjur.
Vertu blessaður vinur minn.
Kjartan Lárus Pálsson.
Mig langar til með fáum orð-
um að minnast vinar míns og
kollega, Kjartans Trausta Sig-
urðssonar, fararstjóra til
margra ára, sem lést 12. apríl
síðastliðinn.
Hann bar nafn með rentu,
því traustur var hann svo sann-
arlega og sem fararstjóri alltaf
elskulegur og tilbúinn að hjálpa
og leysa allra manna vanda.
Ég er svo heppin að hafa far-
ið í margar ferðir með Kjartani
sem fararstjóra til Kanarí og
Tenerife, fyrst með eiginmanni
mínum, Birgi Frímannssyni
þangað til hann lést, svo með
systur minni þar til hún lést, en
síðan með dóttur minni og
seinna með svilkonu minni, eft-
ir að hún varð ekkja. Alltaf var
Kjartan jafn frábær fararstjóri.
Síðustu ferð mína til Te-
nerife fór ég ein með eldri
borgurum, eingöngu vegna
þess að ég vissi að Kjartan
Trausti yrði farar- og skemmt-
anastjóri í ferðinni. Í ferðinni
var ég svo óheppin að verða
veik og þurfti að fara á spítala.
Þar stóð Kjartan Trausti sig
með sóma, eins og venjulega.
Hann sótti mig og kom mér á
spítalann og yfirgaf mig ekki
fyrr en eftir þónokkra bið, þar
til ég var komin í öruggar
hendur og upp í rúm. Síðan
fylgdist hann með mér og
heimsótti mig á spítalann mér
til halds og trausts.
En þetta var ekki allt sem ég
á Kjartani Trausta sérlega að
þakka því árið 2001 í janúar
vorum við hjónin á leið til Kan-
arí og ætluðum við að vera 1
mánuð þar. En svo varð nú
ekki, því maðurinn minn fékk
hjartaáfall á leiðinni og lést
þegar um það bil einn og hálfur
klukkutími var eftir til Kanarí.
Mér var auðvitað boðið að fara
strax til baka með sömu vél, en
eftir þetta áfall gat ég ekki
hugsað mér að skilja manninn
minn eftir í reiðuleysi svo ég
dvaldi á Kanarí í eina viku og
svo fórum við saman heim til
Íslands.
Eftir lendingu varð ég að
bíða í langan tíma á flugvell-
inum vegna formsatriða og all-
an tímann beið Kjartan Trausti
með mér þangað til ég komst á
hótelið þar sem mágur minn og
svilkona biðu eftir okkur og
vissu ekki neitt. Síðan sá ferða-
skrifstofan úti og Kjartan
Trausti um að við fengum fal-
lega kveðju- og hátíðarstund
með Birgi, manninum mínum á
Funeral Home inni í Las Pal-
mas.
Svo ég á vini mínum, Kjart-
ani Trausta margt að þakka.
Góður maður sem fór alltof
fljótt.
Með virðingu og þökk kveð
ég heiðursmanninn Kjartan
Trausta.
Valdís Blöndal.
Okkar ástkæri
JÓN BERGSSON
verkfræðingur,
Sólvangsvegi 1, áður Smárahvammi 4,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu laugardaginn 25.
apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 6.
maí og hefst athöfnin kl 13.
.
Þórdís Steinunn Sveinsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir, Guðmundur Rúnar Árnason,
Sigurður Jónsson, Helga Arna Guðjónsdóttir,
Tryggvi Jónsson, Guðrún Elva Sverrisdóttir,
Bryndís Magnúsdóttir, Úlfar Hinriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN SVEINSDÓTTIR,
Grundargerði 12, Reykjavík,
lést að morgni 28. apríl síðastliðinn.
.
Gísli Pétur Gunnarsson, Anna Guðbjörg Guðjónsdóttir,
Lára Lilja Gunnarsdóttir, Bjarni Axelsson,
barnabörn og langömmubörn.
Okkar ástkæra
AUÐUR ÁRMANNSDÓTTIR CARLSSON
frá Reynihlíð, búsett í Lundi í Svíþjóð frá 1968,
lést hinn 28 mars sl. Hún var jarðsungin í Nöbbelövs kyrka hinn
28 apríl á dánardegi Benjamíns yngsta sonar hennar. Hún hvílir
nú við hlið hans í Fredentorps begravnings plads.
Minningarathöfn um hana verður haldin í Reykjahlíð á sumri
komanda og verður auglýst síðar.
.
Fjölskyldan.