Morgunblaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 Stærðir 8“-12“ Verð kr. 5.230– 8.580 kr. Klæðskeraskæri NÝ SENDING AF SPÆNSKU EÐALSTÁLI Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Þynningarskæri kr. 6.295 kr. 5.170 Hárskæri 16 cm 5.350 kr. Gaffall 3.115 kr. 3.290 kr. 25 cm 4.860 kr. Bróderskæri Kr. 2.565 20 cm 20 cm 4.110 kr. Heiða Björk Norðfjörð er þjálfari og hóptímakennari hjá Gymheilsu. Hún er einnig myndlistarmenntuð og hefur samiðnokkrar barnabækur og myndskreytt. „Heilsa og myndlist fara vel saman. Hjá Gym heilsu, sem er mín daglega vinna, er ég með hóptíma sem kallast morgunpuð, hádeg- ispuð og síðan morgunhressingu sem er fyrir 60 ára og eldri. Þá er spiluð gömul tónlist og við tvistum í upphitun, það er frá- bært að byrja vikuna á smá puði og gömlum klassískum slögurum. Í lok ágúst munu koma út hjá bókaforlaginu Skruddu fimm bækur sem eru fyrir yngstu kynslóðina eftir mig með mínum myndskreyt- ingum, fjórar sem eru í einni bókaseríu og svo ein sem er stök. Ég samdi sögur fyrir yngri systkini mín þegar þau voru lítil og það sit- ur enn í mér að semja sögur. Ég hef mest gaman af því að gera myndir fyrir börn, geri mest vatnslitamyndir fyrir yngstu kynslóð- ina, á líka eina skottu sem er eins árs. Yngstu börnin eru hrifnust af einföldum, skemmtilegum og litríkum myndum með fígúrum.“ Heiða ætlar að njóta afmælisdagsins í Brekkukoti í Kjósinni með nánustu ættingjum. Unnusti hennar er Andrew Shaw sem er mennt- aður heimspekingur og starfar á eigin vegum. Dóttir þeirra er Eva María. Foreldrar Heiðu eru Jóhannes Norðfjörð og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir. Systkini eru Ragnar, Íris og Magnús Freyr. Heiða Björk Norðfjörð er fertug í dag Myndlistarmaðurinn Heiða við nokkur verka sinna. Heilsa og myndlist fara vel saman Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Kristófer Máni fædd- ist 10. maí 2014 kl. 00.46. Hann vó 4.480 g og var 54 cm. Móðir hans heitir Bára Líf. Nýr borgari A tli fæddist í Reykjavík 2.5. 1985 og átti heima á Neshaga 12 til tveggja ára aldurs, síð- an í Rochester í New York-fylki í tvö ár meðan foreldrar hans voru við nám, þá aftur í sömu íbúðinni í Vesturbænum en í des- ember 1990 flutti fjölskyldan í Fossvoginn þar sem foreldrar hans búa enn þó Atli hafi hleypt heim- draganum 2005 og búið í mið- bænum að mestu leyti síðan. Hann var í Fossvogsskóla og Réttarholts- skóla, lauk stúdentsprófi frá MH vorið 2004, lauk BA-gráðu í al- mennri bókmenntafræði frá HÍ vor- ið 2007 og meistaraprófi í enskum bókmenntum frá Concordia Uni- versity í Montréal í Kanada haustið 2011. Atli hefur unnið við skipulagn- ingu kvikmyndahátíðarinnar RIFF á hverju ári frá árinu 2005 að tveimur árum undanskildum. Hann var ritstjóri Stúdentablaðsins vet- urinn 2007-2008, var kynningar- stjóri Forlagsins næsta vetur og er nú hugmyndasmiður hjá auglýs- ingastofunni Jónsson & Le’macks. Auk þess hefur hann verið tónlist- argagnrýnandi og greinarhöfundur fyrir Morgunblaðið, Reykjavík Grapevine og DV: „Þessi blaða- mennska hefur hentað mér vel því ég er greiningarglaður og hef gam- an af því að velta fyrir mér merk- ingu hlutanna í stóru samhengi. Ég Atli Bollason þúsundþjalasmiður 30 ára Í Perú Atli og Ásrún við ægifagurt lón í grennd við Huaraz í Perú. Myndin var tekin milli jóla og áramóta árið 2013. Rýnir í, semur, skrifar og spilar lög og texta Brosmild systkini Sverrir, Einar, Atli og Brynhildur. Myndin var tekin af þeim síðasta sumar er faðir þeirra hélt upp á sextugsafmælið sitt. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.