Morgunblaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 2. MAÍ 122. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Tesla kynnir nýja ofurrafhlöðu 2. Aðeins einn sé viðstaddur fæðingu 3. Fuglar trylltust og fólk flúði 4. Sagðist hafa dreymt nauðgunina  Verslunin Nexus er ein þúsunda myndasagnaverslana sem taka þátt í Ókeypis myndasögudeginum, Free Comic Book Day, í dag. Starfsmenn verslunarinnar munu gefa sérútgefin myndasögublöð á ensku frá ýmsum útgefendum í verslun sinni frá kl. 12. Markmiðið er að kynna myndasögu- formið og er dagurinn nú haldinn í fjórtánda sinn. Nexus og Ókei-bækur gefa íslenska myndasögublaðið ÓkeiPiss fimmta árið í röð á meðan birgðir endast og á fésbókarsíðu við- burðarins segir að enginn ætti að fara tómhentur heim en reynslan sýni þó að gott sé að mæta tím- anlega til að komast í sem mest úr- val. „Það myndast að öllu jöfnu ógn- arlöng röð og mikil stemning ríkir yfir daginn. Við hvetjum búninga- áhugafólk til að koma í búningum og alla til að taka með góða skapið,“ segir þar. Frekari upplýsingar um Free Comic Book Day-titlana frá Bandaríkjunum er að finna á www.freecomicbookday.com. Verslun Nexus er í Nóatúni 17. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ókeypis myndasögur í verslun Nexus í dag  Bergljót Arnalds kynnir tónlist sína og flytur nokkur frumsamin lög í sal Tónlistarsafns Íslands í Kópavogi í dag kl. 14 með píanóleikaranum Steindóri Dan. Bergljót mun einnig sýna nýtt tónlistarmyndband og kynna fyrsta sólódiskinn sinn sem hún vinnur að um þessar mundir og ber titilinn He- art Beat. Tónlist- arsafn Íslands er á Hábraut 2, gegnt Salnum. Hjartsláttur í Tón- listarsafni Íslands FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-15 m/s, hvassast með suðurströndinni. Víða dálítil él, en þurrt vestantil. Hiti 1 til 8 stig, en um eða undir frostmarki fyrir norðan og austan. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag Norðaustlæg átt 8-15 m/s, hvassast við suð- austurströndina. Að mestu skýjað með dálitlum éljum norðaustan- og austanlands og hiti um eða undir frostmarki, en annars víða bjart og hiti 1-6 stig. Á miðvikudag Ákveðin norðaustanátt með éljum nyrðra og eystra, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið. Keppni í úrvalsdeild karla í knatt- spyrnu, Pepsi-deildinni, hefst á morgun. Íslandsmeistarar Stjörn- unnar sækja nýliða ÍA heim í fyrstu umferðinni en Skagamenn eru marg- faldir meistarar. Þeir mega muna sinn fífil fegri. Fjölnir fær Eyjamenn í heimsókn, Víkingar fara til Keflavíkur og Valur fær nýliða Leiknis í Reykja- vík í heimsókn. »2 Meistararnir sækja Skagamenn heim Landsliðsþjálfarinn í hand- knattleik karla, Aron Krist- jánsson, er undir það búinn að mæta mun ákafara serb- nesku liði en í Laugardals- höllinni á miðvikudags- kvöldið. Ísland vann þá stórsigur 38:22 en liðin mætast aftur í und- ankeppni EM karla í hand- bolta í Nís í Serbíu á morgun klukkan 17.30 að íslenskum tíma. »1 Reiknað með ákafari Serbum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kvennakórinn Léttsveit Reykjavík- ur heldur upp á 20 ára afmæli kórs- ins á árinu og sérstakir hátíðar- tónleikar verða í Silfurbergi Hörpu laugardaginn 9. maí næstkomandi. Föstu liðirnir hjá Léttsveitinni eru jólatónleikar og vortónleikar. Margrét Þorvaldsdóttir, sem hefur verið í kórnum í 16 ár, er fyrrver- andi formaður hans og situr í afmælisnefndinni, segir að æfing- arnar í vetur hafi tekið mið af kom- andi tónleikum og boðið verði upp á ferskt og nýtt efni í bland við vinsæl dægurlög. Í hópi lagahöfunda eru Magnús Eiríksson, Sinéad O’Con- nor, Paul Simon, Bragi Valdimar Skúlason, Tómas R. Einarsson og Jóhanna V. Þórhallsdóttir, kórstjóri sveitarinnar frá byrjun til 2012, en Gísli Magna, núverandi kórstjóri, tók við keflinu 2012. Léttsveitin var stofnuð 19. sept- ember 1995. „Hún er angi út úr hinu mikla kvennakórastarfi sem Margrét Pálmadóttir kom á lagg- irnar með stofnun Kvennakórs Reykjavíkur,“ rifjar Margrét Þor- valdsdóttir upp. Hún bendir á að hópurinn hafi verið svo fjölmennur að þurft hafi að skipta honum upp í nokkra kóra. Þá hafi meðal annars orðið til Gospelkór Reykjavíkur og Léttsveit Reykjavíkur. „Kvennakór Reykjavíkur hélt utan um allt þetta starf og árið 2000 var það orðið svo umfangsmikið að ákveðið var að hver kór yrði sjálfstæð eining þann- ig að við erum líka að halda upp á 15 ára sjálfstæðisafmæli.“ Viðamikið starf Um 500 konur hafa sungið með kórnum frá upphafi og þar af rúm- lega 30 konur alla tíð, en um 120 konur syngja í honum að staðaldri. Kórkonur hafa farið í kórferðalög á vorin og að þessu sinni fara um 100 konur til Englands og Wales í júní. Kórinn hefur gefið út tvo geisla- diska og fyrir áratug var gerð heim- ildarmynd um kórinn. Kórkonur æfa einu sinni í viku á veturna auk þess sem raddæfingar eru þriðju hverja viku. Til margra ára hittust þær vikulega yfir sum- armánuðina og fóru í skipulagðar gönguferðir í borgarlandinu. Golf- klúbbur hefur starfað innan kórsins í nokkur ár og heldur lokamót síð- sumars ár hvert. Hópur „ein- stakra“, kórkonur sem búa einar, hittist síðan reglulega og sækir meðal annars ýmsa menningar- viðburði saman. „Þetta er fjöl- mennasti kór landsins, það er mikil gleði fólgin í því að syngja saman og úr verður mikil vinátta,“ segir Margrét. Fjölmennasti kór landsins  Tónleikar í tilefni 20 ára afmælis kvennakórsins Léttsveitar Reykjavíkur Ljósmynd/Grímur Bjarnason Léttsveit Reykjavíkur Kvennakórinn er fjölmennasti kór landsins og var fyrstur kóra til að halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu. „Við ætlum okkur mikið, mikið meira. Það er allt til staðar hjá þessu félagi til að það geti verið með lið í hæstu hæðum,“ sagði Björn Ein- arsson, formaður Víkings í Reykja- vík, eftir að félagið eignaðist aftur lið í efstu deild í handbolta karla í vikunni. Stefnan er sett hátt en óvissa ríkir um fjóra leik- menn liðs- ins. »2 Allt til staðar til að ná liðinu í hæstu hæðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.