Morgunblaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015
Magnús Carlsen sigraði áminningarmótinu umVigar Gashmov í Aser-baídsjan sem lauk um
síðustu helgi. Hann fékk 7 vinninga
af níu mögulegum og er það árangur
sem reiknast uppá tæplega 3000 elo-
stig. Magnús er nú með 2876 elo-
stig. Yfirburðir hans þessi misserin
eru miklir og eins og sakir standa er
vandfundinn sá skákmaður sem get-
ur ógnað veldi hans. En mótinu í
Aserbaídsjan var ekki fyrr lokið en
athyglin beindist vestur um haf. Í St.
Louis í Mississippi-ríki settist hinn
52 ára gamli Garrí Kasparov niður
við það sem hann gerir best – að
tefla og háði 10 skáka einvígi við
gamlan kunningja sem hann hefur
margoft tuskað til áður, enska stór-
meistarann Nigel Short. Tíu ár eru
liðin frá því að Kasparov hætti tafl-
mennsku og sneri sér að pólitík.
Kasparov hafði þá unnið til fjögurra
ólympíugullpeninga fyrir Rússland á
árunum 1992-2002 og átti kannski
von á vinsamlegri viðtökum en þeim
sem hann hefur mátt lifa við: morð-
hótunum, barsmíðum og fangels-
unum. Svo fór hann að hann hraktist
úr heimalandi sínu og býr nú í New
York ásamt fjölskyldu sinni. Þeir
Short tefldu tvær atskákir, 25 10 og
átta hraðskákir, 5 3. Kasparov vann
8½ : 1½ . Í einu tapskákinni féll hann
á tíma og var þá með betri stöðu.
Einvígið tók tvo daga, eftir fyrri
daginn var staðan 3 ½ : 1 ½ en seinni
daginn vann Kasparov allar skák-
irnar. Persónulega fannst mér Garrí
full hógvær í yfirlýsingum eftir ein-
vígið þar sem hann taldi engar líkur
á að hann myndi gera atlögu að
heimsmeistaratitlinum. Það blasir
við að Magnús myndi ekki eiga auð-
velt verk fyrir höndum ef til einvígis
þeirra kæmi. Taflmennska Kasp-
arov logaði af krafti. Þeir sem skoða
skákir hans ættu alltaf að veita því
athygli hversu sterk áhersla hans á
frumkvæðið er. Hann er tilbúinn að
kaupa það dýru verði sbr. eftirfar-
andi hraðskák:
St. Louis 2015; 8. skák
Nigel Short – Garrí Kasparov
Kóngsindversk vörn
1. d4
Short sem löngum hefur þótt góð-
ur kóngspeðsmaður átti ekkert svar
við sikileyjarvörn Kaspaovs í þessu
einvígi. Hann leitar því á náðir
drottningarpeðs-byrjunar – ekkert
dugar.
1. … Rf6 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4.
Rbd2 h6 5. Bh4 d6 6. c3 g5 7. Bg3
Rh5 8. e3 Rd7 9. Bd3 e6 10. O-O De7
11. a4 f5 12. Re1 Rdf6 13. f4 Rxg3
14. hxg3 O-O 15. e4 c5!?
Rökrétt. Svartur ræðst til atlögu
við miðborðið en leikurinn ber einnig
með sér lúmska gildru.
16. dxc5
Short hefði sennilega átt að leika
16. exf5, 16. Rc2 er lakara vegna 16.
… c4! Nú hrifsar Kasparov tíl sín
frumkvæðið.
16. … d5! 17. exf5 Dxc5+ 18. Kh1
exf5 19. Rb3 De3 20. Df3
Valdar g3-peðið og býður drottn-
ingar-uppskipti.
20. … De8!
Finnur h5-reitinn, eftir að ridd-
arinn kemst til g4 verður erfitt að
verja kóngsstöðuna.
21. Rc2 Rg4 22. Kg1 Dh5 23. Hfe1
Bd7!
Virkjar báða hrókana – hótunin er
24. … Hae8.
24. Dxd5+ Kh8 25. Dxd7 Dh2+
26. Kf1 Had8 27. Dxb7 Dxg3 28.
He2 Hxd3 29. Rc5 Dxf4+ 30. Ke1
Dg3+
Það er erfitt að finna leik sem ekki
vinnur en hér kemur þó einn, 30. …
Hxc3?? 31. Dxg7+! Kxg7 32. Re6+
ásamt 33. Rxf4 og hvítur stendur til
vinnings.
31. Kf1 Dh4 32. g3 Hxg3 33. Re6
Hg8 34. Rxg7 Rh2+ 35. Ke1 Rf3+
36. Kf2 Hh3 37. Ke3 Df4 38. Kd3
Re5 mát!
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Yfirburðir Short (t.v.) hafði ekkert í Kasparov að gera.
Kasparov hefur engu gleymt – vann Short, 8½ : 1½
Í makaskiptum fyrir:
1. Lækjarmelur 12, Esjumelum sem er fullbúið 131 fm. Auk möguleika
á 70 fm millilofti. Verð 28,5 millj
2. Sem ný Kawasaki Vulcan 2000 árg 2007, Yamaha Faiser 600 árg.
2007 og Chevrolet Corvette árg ‚94
3. Umsamin peningamilligjöf
Jón Egilsson hrl, sími 568 3737, 896 3677
Stórt einbýlishús óskast á 50-60 milljónir
HJALPRA:DISHERINN A fSLANDI
120 ARA
DAGSKRA AFM.IELISVIKUNNAR
oa deildarstj6rinn Gunnar Eide asamt Rut og Peter
Rannva Olsen sja um t6nlistina asamt heimamonnum. l>ar
msj6n Rut og Peter Baronowsky
dir yfirskriftinni Supa-Sapa-Hjalprreoi i 120 ar. Leioin afram
on prestur i Digraneskirkju, Vilborg Oddsd6ttir felagsraogjafi
nad6ttir fyrrum felagsmalastj6ri i Reykjanesbre og It. Peter/
ur Ingimarsson og lofgjoroarsveit Hersins f Mj6dd asamt
og Davio.
a Vfnlandsleio til kl. 19. Supa i booi fra kl. 16.
,. skarsd6ttir syngur. Sigurour Ingimarsson leioir t6nlist
yri. Rreoumaour Peter Baronowsky.
talanum ogMiriam 6skarsd6ttir leikur og syngur
iga velkomin a einn eoafieiri vioburoi
SUPA
sAPA
HJALPlvEDI
Ég bara get ekki orða
bundist þegar úrelt og
afar ómanneskjuleg lög
Lánasjóðs íslenskra
námsmanna (LÍN) eru
annars vegar. Stöðugt
berast fréttir af deilum
vegna ábyrgðarmanna
lánþega LÍN, ábyrgðir
þeirra ná út yfir gröf og
dauða eins og margoft
hefur komið fram.
Annar hópur öllu hljóðlátari, sem
verið er að beita mikilli ósanngirni, er
lánþegar LÍN sem verða fyrir því
óláni að fara í gjaldþrot. Núverandi
lög sem LÍN starfar eftir eru afdrátt-
arlaus þegar lánþegar þeirra verða
gjaldþrota. Um leið og skiptabúi hef-
ur verið lokað hefur LÍN um-
svifalaust samband við ábyrgð-
armann/menn viðkomandi lánþega
og ábyrgðarmönnum boðið að greiða
upp skuldina eða gefið verði út
skuldabréf að hámarki til 10 ára hjá
Landsbankanum með tilheyrandi
lántökukostnaði og okurvöxtum.
Tökum sem dæmi 10 milljóna króna
námslán, sem er ekki óeðlileg upp-
hæð fyrir námsmenn sem klárað hafa
meistaragráðu á sínu sviði og því láni
er breytt í skuldabréf. Miðað við hóf-
lega 3% verðbólgu og 5,75% ársvexti
þarf ábyrgðarmaður að greiða
110.000 kr. fyrsta mánuðinn en
147.000 kr. síðasta mánuðinn 10 árum
seinna! Þetta eru upphæðir sem
mörgum er ofviða að standa undir of-
an á allt annað.
Það fer enginn í gjaldþrot ótil-
neyddur, það er þrautaleið sem er
ekki farin fyrr en öll sund eru lokuð
fjárhagslega og veldur viðkomandi
miklum sársauka. Þegar lán var tekið
upphaflega var miðað við ákveðnar
forsendur, lántakandi ætlaði sér al-
gerlega að standa í skilum og ábyrgð-
armaður ætlaði að standa við sína
ábyrgð samkvæmt þeim forsendum
sem voru til staðar.
Það þarf ekki að fjölyrða um þann
forsendubrest sem varð við hrun
bankakerfisins.
Sem betur fer hafa margir fengið
smá leiðréttingu en hópurinn sem
hér um ræðir stendur ekki bara uppi
slyppur og snauður heldur eru settar
auknar álögur á ábyrgðarmenn frá
því sem skrifað var undir í upphaf-
legum lánssamningi með því að setja
lánið í innheimtu hjá
banka á stórauknum
vöxtum og lántöku-
kostnaði.
Vissulega er boðið
upp á að borga lánið
upp en fæstir hafa efni
á því og neyðast þá til
að taka þeim afarkost-
um að skrifa undir
skuldabréf hjá banka.
Er ekki rétt að sýna nú
þá sanngirni að breyta
lögum þannig að lán-
þegar sem fara í gegnum umrætt
tveggja ára gjaldþrotaferli eigi kost á
því að halda áfram að greiða af náms-
lánunum þar sem frá var horfið að
gjaldþrotaferli loknu? Vextirnir
greiðist áfram á þessu tveggja ára
tímabili og því verði ríkið ekki af
neinum fjármunum við lagabreyting-
arnar. Eða í það minnsta að ábyrgð-
armenn fái að greiða af láninu á sömu
kjörum og það var tekið á en ekki
mun hærri bankavöxtum.
Þetta er sérlega ósangjarnt í ljósi
þess að árið 2009 voru sett lög um að
ekki þurfi ábyrgðarmenn hjá lántak-
endum námslána.
Það er dálítið hráslagalegt að sú
bankastofnun sem í dag er sett í það
að rukka fyrir LÍN sé einmitt ein af
þeim bankastofnunum sem áttu sinn
þátt í að leggja þjóðfélagið á hliðina
árið 2008 sem er einmitt rótin að
mörgum gjaldþrotamálum enn í dag.
Ég vil því varpa þeirri spurningu
til menntamálaráðherra hvort hann
ætli ekki að beita sér fyrir því að
breyta þessum lögum þannig að þeir
sem leggja í þá eyðimerkurgöngu
sem gjaldþrot er, eygi von um að
bjartari tímar gangi í garð? Ef ekkert
verður að gert tel ég að grimmd nú-
verandi fyrirkomlags muni eiga sinn
þátt í að ýta enn frekar undir land-
flótta menntafólks, sem er afleitt fyr-
ir þjóðina.
Eftir Elvar
Reykjalín
Elvar Reykjalín
»Ef ekkert verður að
gert tel ég að
grimmd núverandi fyr-
irkomlags muni eiga
sinn þátt í að ýta enn
frekar undir landflótta
menntafólks.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
LÍN, sýnið sanngirni