Morgunblaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þegar síðasta ár var gertupp hvað tónlistartengdarbækur varðar voru tvær bækur einna mest áberandi. Ann- ars vegar saga Roberts Wyatts (sem ég skrifaði um síðasta nóv- ember) og svo bók Viv Albertine, sem var eitt sinn liðsmaður í Slits, einni áhrifamestu pönksveit allra tíma. Sérstaklega var hún áhrifamikil hvað stöðu kvenna í þeirri tónlist varðar (og tónlist almennt reyndar ef út í það er farið). Barátta Titill þessa pistils vísar í eitt laga Slits en í gegnum stuttan feril storkuðu liðsmenn við- teknum gildum og viðmiðum í rokkbransanum svo um munaði. Fjórar kornungar stúlkur þar sem hljóðfærakunnáttu var veru- lega ábótavant, fyrsta kastið a.m.k., en sköpunarþrótturinn og spánnýtt viðhorf til þess hvað það er sem gefur listaverkum raun- verulegt gildi heillaði alla þá sem komust í kast við þetta orkuríka band. Í raun „börðust“ liðsmenn á tvennum vígstöðvum, annars vegar voru þeir hluti af nýrri liststefnu sem mætti mikilli and- „Dæmigerðar stelpur“ Töff Viv Albertine í árdaga, er hún var meðlimur í pönksveitinni Slits. stöðu frá þeim sem með völdin fóru og hins vegar var það fem- iníska byltingin innan dæg- urtónlistarinnar, þar sem Slits sáði fræjum af miklum krafti. Albertine lét sig hverfa eftir að Slits lagði upp laupana og fór nánast huldu höfði í áratugi, var húsmóðir úti í bæ þar til hún megnaði ekki lengur að hafna þeirri köllun sem kom henni upprunalega í Slits. Hún fór að búa til tónlist á nýjan leik fyrir rúmum fimm árum og í kjölfarið kviknaði hugmyndin að bókinni. Þar gerir hún upp árin í tónlist- inni og utan hennar af mikilli einlægni og þessi „nakta“ nálgun fékk gagnrýnendur til að falla flata og bókin toppaði margan árslistann. Farsæld þessi varð til þess að Albertine er að leggja í nýja bók sem kemur út sumarið 2016. Vöxtur Það er mikill vöxtur í bóka- skrifum hjá tónlistarmönnum nú um stundir. Allir og amma þeirra eru að gefa út bækur, það eru ekki lengur bara stjörnurnar sem gefa út heldur kantmenn- irnir einnig. Rótarar og hljóð- upptökumenn eru meira að segja farnir að stökkva á þennan vagn. Hvað veldur þessu? Tracy Thorne, söngkona Everything But The Girl, gaf út bók í hitti- fyrra sem sló í gegn á líkan hátt og bók Albertine. Hún segir að blogg- og samfélagsmiðlavæðing hafi eitthvað um þetta að segja, fólk geti prufað sig áfram þar og einhverjir uppgötvi að þeir geti vel haldið á penna. Thorne gefur einmitt út aðra bók sína í ár, þar sem hún skrifar um sönginn sem slíkan og söngvara. Ég vil nefna tvær bækur til viðbótar úr þessum ranni sem fólk ætti eindregið að kynna sér. Annars vegar bók Kim Gordon úr Sonic Youth, Girl in a Band, og hins vegar – og þetta er mik- ilvægt – bók Patti Smith, Just Kids, sem kom út 2010. Þar er á ferð stórkostleg bók; falleg bæði og næm og það blasir við manni að Smith hefði alveg eins getað orðið frábær rithöfundur eins og frábær tónlistarmaður. » Þar gerir hún uppárin í tónlistinni og utan hennar af mikilli einlægni og þessi „nakta“ nálgun fékk gagnrýnendur til að falla flata og bókin topp- aði margan árslistann.  Viv Albertine, fyrrum Slits-liðsmaður, átti eina bestu bók 2014  Mikill uppgangur í sjálfsævisögum tónlistarmanna Kvennakór Hafnarfjarðar fagnar 20 ára starfsafmæli á þessu ári og heldur tvenna tónleika á vordög- um af því tilefni. Fyrri tónleikarn- ir voru í Hafnarfirði á afmælisdegi kórsins, 26. apríl, og í dag kl. 15 verða afmælistónleikar í Fella- og Hólakirkju. Tveir hafnfirskir lista- menn, Margrét Eir og Páll Rósin- kranz, syngja með kórnum á tón- leikunum og hljóðfæraleikar verða Antonía Hevesi á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa og Krist- rún Helga Björnsdóttir á flautu. Stjórnandi Kvennakórs Hafn- arfjarðar er Erna Guðmunds- dóttir. Á tónleikunum rifjar kórinn upp mörg falleg lög frá liðnum árum, lög sem hafa öðlast sérstakan sess í hjörtum kórkvenna á tuttugu ára starfsævi kórsins. Einnig flytur kórinn lag Þóru Marteinsdóttur við ljóð eftir Örn Árnason sem var samið sérstaklega fyrir kórinn í tilefni afmælisins. Kórinn mun einnig syngja óskalag þjóðarinnar, „Þannig týnist tíminn“, með Páli Rósinkranz í útsetningu Heiðars Sigurðssonar fyrir kórinn. Afmæli Páll Rósinkranz og Margrét Eir á tónleikum með kvennakórnum. Kvennakór Hafnarfjarðar fagnar afmæli Þungarokkssveitin Dimma heldur tvenna tónleika á tón- leikastaðnum Húrra í Reykja- vík í dag. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 16 og eru opnir öll- um aldurshópum en þeir seinni kl. 22 fyrir fullorðna. Dimmu til halds og trausts á fyrri tónleikunum verður rokk- sveitin Meistarar dauðans sem vinnur nú að sinni fyrstu plötu. Miðaverð á fyrri tónleikana er 1.000 kr. og frítt fyrir börn undir 6 ára aldri. Börn og ung- lingar eru hvött til að fjöl- menna. Miðaverð á seinni tón- leikana er kr. 2.000 og verður þungarokkssveitin Röskun frá Akureyri sérstakur gestur Dimmu. Morgunblaðið/Eggert Þungarokk Dimma á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði 22. apríl sl. Dimma heldur tvenna tónleika á Húrra ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.