Morgunblaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.05.2015, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2015 1. maí-ís Það er gott að fá sér ljúffengan ís á Ingólfstorginu í miðborg Reykjavíkur á baráttudegi verkalýðsins þegar allir í kringum mann eru alltaf að tala um verkföll og einhverjar vinnudeilur. Árni Sæberg Þróun regluverks á fjármálamarkaði á síð- ustu árum hefur verið með þeim hætti að veita Fjármálaeftirlit- inu í auknum mæli afar víðtækar og jafnvel matskenndar heimildir til eftirlits. Minna hef- ur farið fyrir umræðu um hvernig Fjármála- eftirlitið hefur beitt valdi sínu og hver sé árangur þess að öðru leyti. Nú liggja fyrir frumvörp um auknar mats- kenndar heimildir og ákvæði um að leggja á hærri stjórnvaldssektir. Skortur á heildarsýn Það hefur enga þýðingu að auka við heimildir FME án þess að því sé velt upp hvert sé hlutverk þess og á hvaða sviði líklegt sé að eftirlitið geti náð árangri. Auknar valdheimildir án skýrra markmiða gera starfsemi FME ómarkvissari og tilviljana- kenndari. Eftirlitið fer þá oftar en ekki að snúast um aðgerðir sem eru til vinsælda fallnar á hverjum tíma, auknar fjárheimildir og völd, í stað aðgerða sem stuðla að heilbrigðum fjár- málamarkaði. Til lengri tíma dregur það úr trausti á störfum þess, sem er forsenda fyrir að FME nái árangri. Misbeiting valds Á síðustu árum hafa dómstólar, Umboðs- maður Alþingis og Per- sónuvernd gert fjöl- margar athugasemdir við starfsemi FME. Hefur eftirlitið verið dæmt til greiðslu skaðabóta og end- urgreiðslu stjórnvaldssekta þar sem ekki hefur verið farið að lögum. Rannsóknarreglu hefur ekki verið fylgt, svipting starfsréttinda á grundvelli hæfisskilyrða og umfjöll- un á vefsíðu hefur reynst ólögmæt, lög hafa verið brotin um varðveislu og afhendingu gagna, gjaldtaka hef- ur verið umfram eða jafnvel án laga- heimilda, reglur um málshraða, leið- beiningarskyldu og meðalhóf hafa ekki verið virtar, sett hafa verið leið- beinandi tilmæli án lagastoðar, jafn- ræðisregla, andmælaregla og þagn- arskylduákvæði hafa verið brotin, aðgangur að gögnum hefur verið takmarkaður með ólögmætum hætti og góðir stjórnsýsluhættir virtir að vettugi. Þessu til viðbótar hafa á þriðja hundrað einstaklingar þurft að búa við réttarstöðu grunaðs manns hjá Sérstökum saksóknara vegna tilefnislausra kærumála FME. Tveir skjólstæðingar mínir sættu fimm tilefnislausum kærum af hálfu FME og misstu störf sín vegna þeirra. Stjórnvald sem misfer með heimildir sínar með þessum hætti verðskuldar ekki að því séu veittar frekari heimildir. Staða FME er með þeim hætti að það setur íþyngjandi reglur á grund- velli matskenndra lagaheimilda, rannsakar hvort reglurnar hafi verið brotnar og úrskurðar síðan um meint brot og ákvarðar stjórnvalds- sektir eða önnur viðurlög. Úrskurðir þess eru hvorki kæranlegir til æðra stjórnvalds né kærunefndar eftir að slík nefnd var lögð niður fyrir nokkr- um árum. Framangreind upptalning á misbeitingu valds og valdheim- ildum sýnir að full þörf er á slíkri kærunefnd. Jafnframt væri ástæða til að árétta að þeir einstaklingar sem þurfa að þola brot af þessu tagi eigi skýlausan rétt til skaðabóta. Eftirlit frá falli bankanna 2008 Þrátt fyrir gífurlegan mannafla, aukna fjármuni og víðtækari heim- ildir FME undanfarin ár, þá verður ekki séð að þær hafi skilað tilætl- uðum árangri. Nýlega bárust fréttir af erfiðleikum í rekstri Sparisjóðs Vestmannaeyja, en áður höfðu bor- ist svipaðar fregnir af Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Keflavík- ur, Byr og fleirum. Þrátt fyrir að þessi sjóður hafi verið rekinn með tapi af eiginlegri starfsemi frá 2011 og að óvissa hafi um nokkurt skeið ríkt um eignir hans þá verður ekki séð að það hafi vakið sérstaka at- hygli FME. Þegar loksins er farið af stað er lítið horft til meðalhófs og minnihlutaverndar. Stjórnendum og eigendum sjóðsins er gefinn mála- myndafrestur til aðgerða í nokkra daga og söluferlinu hagað með þeim hætti að sem minnst fáist fyrir eign- irnar. Það er sérlega óheppilegt í ljósi þess að sami aðilinn var bæði stærsti stofnfjáraðilinn í Sparisjóðn- um og jafnframt langstærsti eigandi kaupandans. FME hefur víðtækar heimildir til að meta eignir fjármálafyrirtækja þar sem það hefur yfirsýn yfir eignir allra þeirra og getur gert úttekt á eignasafni þeirra. Þessar heimildir hafa verið styrktar og allir eru reynslunni ríkari. Á þessu sviði hef- ur FME allar forsendur til þess að ná árangri og getur áunnið sér nauð- synlegt traust á markaði á grund- velli þekkingar og faglegra vinnu- bragða. Auknar valdheimildir um allt og ekkert draga úr vægi þess sem eftirlitið á fyrst og fremst að snúast um. Þegar við þetta bætist skeytingarleysi í garð meginreglna stjórnsýsluréttar og virðingarleysi fyrir mannréttindum þá er ekki von á góðu. Áður en FME eru veittar auknar valdheimildir þarf að rann- saka þá misbeitingu valds sem átt hefur sér stað á síðustu árum. Þá verða þingmenn að gæta þess að láta valdi fylgja ábyrgð og mæla fyrir um skipun kærunefndar vegna ákvarð- ana FME og afdráttarlausa skaða- bótaskyldu þegar út af bregður. Eftir Helga Sigurðsson »Umboðsmaður Al- þingis og Persónu- vernd hafa gert fjöl- margar athugasemdir við starfsemi FME. Helgi Sigurðsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Fjármálaeftirlitið og meðferð valds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.