Morgunblaðið - 14.05.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.05.2015, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 4. M A Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  112. tölublað  103. árgangur  FÓRU TIL KÍNA TIL AÐ KENNA TIL ATLÖGU VIÐ GAMLA RISA FJÖLDI MYNDLISTAR- SÝNINGA VIÐSKIPTAMOGGINN LISTAHÁTÍÐ 2015 30NANNA OG ELFA 10 Samsett mynd/Eggert Bankar Afkoma stóru viðskiptabankanna þriggja var góð á fyrsta ársfjórðungi.  Samanlagður hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Lands- bankans á fyrsta fjórðungi ársins jókst um 72% á milli ára. Alls nam hann 26,7 milljörðum króna borið saman við 15,5 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þó ber að halda því til haga að hagnaður Arion banka, sem nam 14,9 milljörðum króna, einkenndist mjög af einskiptisliðum. Hagnaður bankans af reglulegri starfsemi nam fjórum milljörðum króna á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 1,7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Íslandsbanka af reglu- legri starfsemi var sá sami nú og fyrir ári, 4,4 milljarðar. Heildar- hagnaður bankans dróst saman um tæpa þrjá milljarða. »Viðskipti Hagnaður stóru bankanna þriggja jókst um 72% Verkföll í maí » Tæplega 3.000 eru í verkfalli. » Yfir 10.000 fara í verkfall 19. og 20. maí. » 60.000 taka þátt í aðgerðum sem hefjast 28. maí. Félag geislafræðinga hefur hafnað fimm undanþágubeiðnum og sam- þykkt 146 slíkar beiðnir í yfirstand- andi verkfalli félagsins. Af þessum fimm var fjórum hafnað á grundvelli þess að þegar sótt var um undanþágu voru á sama tíma starfandi á und- anþágulistum geislafræðingar með sérfræðiþekkingu til að vinna viðkom- andi rannsóknir. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, LSH, gagnrýndi geisla- fræðinga í pistli sínum á föstudag en ekki náðist í Pál í gærkvöldi til að bera undir hann tölur geislafræðinga. Vakt geislafræðinga á LSH er full- mönnuð eftir klukkan 16 á virkum dögum og um helgar. Katrín Sigurð- ardóttir, formaður Félags geislafræð- inga, segir að félagið hafi ítrekað bent á að nýta megi tímann betur þegar deildin er á fullum afköstum. Í umfjöllun Morgunblaðsins um verkföllin kemur fram að Seðlabank- inn vari við áhrifum hækkana og bendir Már Guðmundsson seðla- bankastjóri á að sumir myndu njóta raunlaunahækkunar en aðrir missa vinnuna ef gengið yrði að nýjustu kröfum vinnumarkaðarins. benedikt@mbl.is MDeilur á vinnumarkaði »4 Vilja nýta fullmannaða deild  Aðeins fimm undanþágubeiðnum geislafræðinga hefur verið hafnað  Seðlabankinn varar við áhrifum mikilla hækkana  Stutt í næstu verkfallshrinu Sigling Skemmtiferðaskipið Disney Magic kemur hingað 25. maí nk. „Þetta er allt að bresta á og hérna eru allir gríðarlega spenntir,“ segir Pétur Ólafsson, markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands, en fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til hafnar á Akureyri á morgun. Sama skip, Amadea, kem- ur svo til Reykjavíkur á sunnudag. Eftir það kemur hvert skipið á fætur á öðru fram á haust, það síð- asta 25. október. Von er á 100 heim- sóknum til Reykjavíkur það sem af er ári, en í mars sl. komu fjögur skip vegna sólmyrkvaferða. Þetta eru mun fleiri skipakomur en á síð- asta ári en búist er við ríflega 105 þúsund farþegum. Ágúst Ágústs- son, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að mun meira sé um smærri skip en áður og þau sigli jafnvel nokkrar ferðir í kringum landið. Eitt slíkra skipa er Ocean Dia- mond sem hefur tíu sinnum við- komu í Reykjavík í siglingum sínum kringum landið. Íslenskt fyrirtæki, Iceland ProCruises, hefur leigt skipið til þriggja ára en selur ferð- irnar nær eingöngu til erlendra ferðamanna. Ocean Diamond kem- ur fyrst til Reykjavíkur 3. júní. »6 Von á 105 þúsund farþegum  Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur um helgina Mikil gleði ríkti á Akureyri í gær en þar fór fram hið árlega vorhlaup heilsuleikskólans Krógabóls á Þórsvellinum við Hamar og tóku allar deildir leikskólans þátt í því. Byrjað var á upphitun, teygjum og dansi áður en skankarnir voru teygð- ir í hlaupi, fyrst elstu krakkarnir og svo þeir yngstu. Krakkarnir á Krógabóli, þar sem mikið er lagt upp úr hreyfingu og sköpun, hafa stefnt á hlaupið í allan vetur og æft sig úti sem inni. Krakkarnir á Krógabóli fögnuðu vorinu á hlaupum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Hið árlega vorhlaup heilsuleikskólans Krógabóls á Akureyri fór fram í gær  Starfsmenn Fiskistofu munu hafa val um að starfa áfram á höfuðborgarsvæðinu eða á Ak- ureyri. Aðeins fiskistofustjóri sjálfur mun þurfa að flytja með stofnuninni til Akureyrar. Sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra segir þó að flutningsáform standi enn en ljóst sé að endanleg ákvörðun um flutning verði ekki tekin fyrr en Alþingi hefur lokið umfjöllun um stjórnarráðs- frumvarpið. »9 Starfsmenn Fiski- stofu fá að velja  „Það er áhyggjuefni að ofmennt- aðir starfsmenn skuli finna fyrir meiri óánægju í starfi og að þeir skuli vera ólíklegri til að sækja starfstengd námskeið.“ Þetta kem- ur m.a. fram í meistararitgerð Jas- onar Más Bergsteinssonar í mann- auðsstjórnun við Háskóla Íslands þar sem ofmenntun á íslenskum vinnumarkaði er könnuð. Sam- kvæmt könnun Jasonar kom fram að ofmenntun á íslenskum vinnu- markaði mældist 19,3%. Ofmenntun er þó ekki alslæm heldur hefur hún einnig þá kosti í för með sér að meiri þekking getur stuðlað að sveigjanlegra vinnuafli. »12 Ofmenntun á vinnu- markaði er 19,3%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.